Fara í efni  

Fréttir

Ársreikningur 2010

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2010, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. febrúar sl.  Tap ársins nam 2.628 mkr. Samkvæmt ársreikningnum er eigið fé stofnunarinnar neikvætt um 498 mkr. Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er -2,4% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni.


Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar fyrir árið 2010:

  • Tap stofnunarinnar á árinu nam 2.628 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 534 mkr. samanborið við 685 mkr. hreinar vaxtatekjur á árinu 2009.
  • Rekstrartekjur námu 229 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld, styrkir og framlög til atvinnuþróunarfélaga námu 496 mkr.
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 2.894 mkr.
  • Handbært fé til rekstrar var 1.621 mkr.
  • Endanlega töpuð útlán námu 2.641 mkr.
  • Eignir námu 16.994 mkr. og hafa lækkað um 6.720 mkr. frá árinu 2009. Þar af voru útlán 14.064 mkr.
  • Skuldir námu 17.492 mkr. og hafa lækkað um 5.092 mkr. frá árinu 2009.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 221 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er -2,4% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni.

Um ársreikninginn

Vegna erfiðs efnahagsástands hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu.  Á árinu 2010 var þessi fjárhæð 2.894 mkr. í samanburði við 3.721 mkr. árið 2009. Hlutfall afskriftarreiknings af heildarútlánum 25,6%.

Skýrist tap stofnunarinnar á árinu af þessum varúðarfærslum. 

Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 534 mkr. og hafa dregist saman frá árinu 2009.  

Horfur

Í árslok var eiginfjárhlutfall -2,4% eins og að ofan greinir. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki segja til um að eigið fé skuli að lágmarki vera 8% af áhættugrunni og uppfyllti stofnunin því ekki ákvæði laga þar um í lok árs 2010. Ljóst er því að ríkissjóður þarf að leggja stofnuninni til fjármuni eigi lánastarfsemi að halda áfram.

Alþingi samþykkti í fjárlögum 2011, heimild til að efla eigið fé Byggðastofnunar um allt að 1.000 mkr. að fenginni úttekt iðnaðarráðuneytisins á framtíðarfyrirkomulagi lánastarfsemi stofnunarinnar.

Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi stofnunarinnar. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum eigi síðar en 1. maí nk.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

Hér má nálgast ársreikninginn

Tilkynning Byggðastofnunar til Kauphallarinnar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389