Fréttir
Ársskýrsla Brothættra byggða fyrir árið 2024 er komin út
Ársskýrsla um verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2024 hefur verið gefin út. Sjá má skýrsluna hér.
Í skýrslunni er leitast við að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið unnið að á árinu í þátttökubyggðarlögunum. Skýrslan byggir að miklu leyti á ársskýrslum verkefnisstjóra í einstökum byggðarlögum, auk viðbótarefnis, svo sem samantekta og heildaryfirlits frá verkefnisstjórum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum á landsvísu.
Ýmsar vísbendingar eru um að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif í þátttökubyggðarlögunum til þessa. Aukin virkni, samstaða íbúa og tilurð fjölda nýrra verkefna í byggðarlögunum eru dæmi um það.
Meiri tími og fjármunir í hverju byggðarlagi
Af fenginni reynslu og í samræmi við leiðbeiningar í úttektum á verkefninu hefur verið ákveðið að lengja verkefnistímann um eitt ár og gera samninga um fimm ára verkefni í nýjum þátttökubyggðarlögum í stað fjögurra ára áður. Af því tilefni voru beiðnir um framlengingu verkefna til loka árs 2026 í Dalabyggð og á Stöðvarfirði samþykktar af stjórn Byggðastofnunar á árinu. Samningur var gerður um fimm ára verkefni í Reykhólahreppi undir lok ársins.
Viðbótarfjármunir inn í verkefnið frá Byggðastofnun
Stjórn Byggðastofnunar tók á árinu ákvörðun um að veita alls 135 milljónum króna af fé stofnunarinnar inn í verkefni Brothættra byggða á þremur árum, 45 milljónir árin 2025-2027, til viðbótar fjármunum sem því eru markaðir í Byggðaáætlun. Fyrir vikið var meðal annars hægt að leggja svipað framlag í frumkvæðissjóði byggðarlaganna og gert var á árinu 2023 og styðja þannig frumkvæðisverkefni í þátttökubyggðarlögunum. Einnig var ákveðið að nýta hluta fjármunanna til að gera tilraun til að mæta þörfum fyrrum þátttökubyggðarlaga sem enn eru í vörn og vitað að þörfin fyrir stuðning er til staðar. Á síðari hluta ársins var í þessu skyni skilgreint tilraunaverkefni til þriggja ára og tveimur fyrrum þátttökubyggðarlögum boðin þátttaka.
Virk þátttökubyggðarlög 2024
Á árinu 2024 voru fjögur byggðarlög í virkri þátttöku í Brothættum byggðum, Dalabyggð, Strandabyggð, Bakkafjörður og Stöðvarfjörður. Verkefnin á Bakkafirði og í Strandabyggð voru í lokaáfanga í þeim skilningi að jafnframt var reynt að huga að því hvernig sveitarfélag og landshlutasamtök gætu fylgt verkefnunum eftir. Gerður var samningur um verkefnið í Reykhólahreppi undir lok árs og undirbúningur hafinn að því verkefni.
Um ofangreind atriði og ýmislegt fleira er fjallað í ársskýrslu Brothættra byggða fyrir árið 2024. Sjá má skýrsluna hér.
Verkefnið er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember