Fara í efni  

Fréttir

Ásmundur Guđjónsson verđur nýr framkvćmdastjóri NORA

Ásmundur Guđjónsson verđur nýr framkvćmdastjóri NORA
Ásmundur Guđjónsson verđandi framkvćmdastjóri NORA

Fćreyingurinn Ásmundur Guđjónsson tekur viđ stöđu framkvćmdastjóra Norrćna Atlantssamstarfsins, NORA, ţann 1. ágúst n.k.  Hinn nýi framkvćmdastjóri á ađ baki fjölţćtta reynslu af norrćnu samstarfi, auk ţess ađ hafa góđa innsýn í sjávarútveg og nýtingu auđlinda hafsins, en sjávarútvegur er undirstöđugrein í atvinnulífi svćđisins. Framkvćmdastjórn NORA valdi Ásmund úr hópi 52ja umsćkjenda frá öllum fjórum NORA-löndunum.

Síđustu 30 árin hefur Ásmundur skipađ stöđu deildarstjóra í fćreysku umhverfis- og matvćlastjórninni (1984-2001), veriđ verkefnastjóri rannsókna hjá sjávarútvegsráđuneytinu í Fćreyjum (2001-2004) og ráđgjafi fyrir ráđuneytiđ frá árinu 2012. Á árunum 2004-2012 starfađi Ásmundur sem ráđgjafi hjá höfuđskrifstofu Norrćnu ráđherranefndarinnar í Kaupmannahöfn, međ sjávarútveg, fiskeldi og veiđar sjávarspendýra sem sérsviđ.

Ásmundur hefur á sínum langa starfsferli öđlast góđa innsýn í norrćnt samstarf. Fyrir utan störf fyrir Norrćnu ráđherranefndina hefur Ásmundur setiđ í fjölmörgum norrćnum og vestnorrćnum nefndum sem fćreyskur embćttismađur. Hann er nú formađur embćttismannanefndar um sjávarútveg, en undir danskri formennsku Norrćnu ráđherranefndarinnar gegna Fćreyjar formennsku í norrćnu samstarfi um fiskveiđar.

Ásmundur Guđjónsson er cand.scient. í líffrćđi međ sjávarlíffrćđi sem sérgrein frá Kaupmannahafnarháskóla og Sjávarútvegsháskólanum í Tromsř. Hann er fćddur áriđ 1954 í Klakksvík í Fćreyjum.

Ásmundur tekur viđ stöđunni ţann 1. ágúst 2015, en hann er ráđinn samkvćmt samningi til fjögurra ára. Hann leysir af hólmi Lars Thostrup sem flytur aftur til Danmerkur eftir ađ hafa gegnt stöđu framkvćmdastjóra NORA í átta ár. Lars tekur á ný til starfa í danska utanríkisráđuneytinu. 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389