Fara í efni  

Fréttir

Átta verkefni í Árneshreppi styrkt

Átta verkefni í Árneshreppi styrkt
Hluti styrkþega og verkefnisstjórnar

Sjö milljónum króna úr verkefninu Áfram Árneshreppur! hefur verið úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna í Árneshreppi. Verkefnisstjórnin fundaði í Árneshreppi 27. júní og sóttu nokkra styrkþega heim.

Dagurinn byrjaði á Hótel Djúpavík þar sem verkefnisstjórn fékk kynningu á verkefninu "Afþreyingartengd ferðaþjónusta í Árneshrepp" sem miðar að því að setja á stokk einstaklingsmiðaðar gönguleiðsagnir um Árneshrepp. Einnig var verkefnið "Í nýju ljósi" borið augum en það verkefni er komið af stað og miðar að því að endurnýja lýsingar í Sögusýningunni í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. 

Næst var Badda Fossdal á Melum sótt heim og bauð hún verkefnisstjórninni upp á heimalagaðar kleinur og kaffi og sagði frá stöð verkefnisins "Kjötvinnsla". Verkefnið miðar að því að þróa kjötafurðir úr Árneshreppi og er nú unnið að þróun viðskiptaáætlunar og hönnunar. 

Þar næst var kíkt inn í Kaupfélagið en Ólafur Valsson fékk styrk til þess að útvíkka núverandi verslunarrekstur og draga úr rekstrarkostnaði heilsársverslunar með það að markmiði að starfandi yrði heilsársverslun í Árneshreppi. 

Að lokum fékk hópurinn sér dýrindis kaffiveitingar á Kaffi Norðurfirði þar sem Elín Agla Briem kynnti verkefni sitt, "Þjóðmenningarskólinn Ströndum Norður" sem miðar að því að efla námsskeiðshald í Árneshreppi m.a. með kaupum á færanlegu tjaldi sem nýta á sem námskeiðsaðstöðu.

Í eftirfarandi yfirliti er hægt að sjá alla styrki sem veittir voru.

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Ólafur Valsson

Skútulægi í Norðurfirði

kr. 1.000.000,- 

Ólafur Valsson

Verslun í Norðurfirði

kr. 1.500.000,- 

Óstofnað félag sauðfjárbænda

Kjötvinnsla

kr. 1.100.000,-

Sif Konráðsdóttir

Norður-Strandir Super Jeep Tours

kr. 500.000,-

Elín Agla Briem

Þjóðmenningarskólinn Ströndum Norður

kr. 800.000,-

Vigdís Grímsdóttir

Skóli

kr. 700.000,-

Hótel Djúpavík

Í nýju ljósi

kr. 700.000,-

Hótel Djúpavík

Afreyingartengd ferðaþjónusta í Árneshrepp

kr. 700.000,-

   

kr. 7.000.000,-

 

Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Skúli Gautason (skuli@vestfirdir.is) verkefnastjóri verkefnisins.

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389