Fara efni  

Frttir

Atvinnutak landsbygginni gti skila 7-800 njum strfum

Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að verja 700 milljónum króna til atvinnuátaks á landsbyggðinni. Byggðastofnun var falið að ráðstafa 500 milljónum af þessu fé, 350 milljónumkróna, til fjárfestinga í álitlegum sprotafyrirtækjum og 150 milljónum til aðstyrkja verkefni, sem líkleg væru til að styrkja grunngerð viðkomandi samfélags. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að átakið geti skilað 7-800 nýjum störfum, gangi öll þau verkefni eftir sem fengu styrk.

Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að verja 700 milljónum króna til atvinnuátaks á landsbyggðinni. Byggðastofnun var falið að ráðstafa 500 milljónum af þessu fé, 350 milljónumkróna, til fjárfestinga í álitlegum sprotafyrirtækjum og 150 milljónum til aðstyrkja verkefni, sem líkleg væru til að styrkja grunngerð viðkomandi samfélags. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að átakið geti skilað 7-800 nýjum störfum, gangi öll þau verkefni eftir sem fengu styrk.

Herdís Á. Sæmundarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar gerði átakið að umtalsefni í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar sl. föstudag og sagði að umsóknir hafi numið fimmfaldri þeirri upphæð er til ráðstöfunar var.

“Það er því augljóst að sérfræðingum Byggðastofnunar var mikill vandi á höndum að greina og meta umsóknir, ekki síst í ljósi þess að mjög margar þeirra voru ákaflega spennandi og vel undirbúnar og framsettar” segir Herdís.

“Mat á umsóknum byggðist á mörgum þáttum, svo sem á nýsköpunargildi, heildarfjármögnun verkefnis, rekstrar- og samkeppnisforsendum og síðast en ekki síst á möguleikum til atvinnusköpunar og styrkingar þess samfélags sem fyrirtækið var staðsett í. Standist allar áætlanir og verkefnin sem ákveðið var að fjárfesta í verða að veruleika, gætu 7-800 ný störf skapast á landsbyggðinni í ýmsum greinum atvinnulífsins. Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að vinna með markvissum hætti að því að styrkja atvinnulífið á landsbyggðinni og skapa þannig raunverulegt mótvægi við útþensluna á höfuðborgarsvæðinu.”


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389