Fara í efni  

Fréttir

Atvinnutekjur 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum

Atvinnutekjur 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum
Breytingar í ferðaþjónustu 2008-2018

Heildaratvinnutekjur á árinu 2018 námu 1.316 milljörðum kr. sem var aukning um tæplega 64 milljarða kr. frá árinu 2017 eða sem nemur 4,9%. Frá 2008 hafa atvinnutekjur á landinu öllu aukist um 256 milljarða kr. eða um 24%. Mest aukning á tímabilinu 2008-2018 var í greinum tengdum ferðaþjónustu. Það er í flutningum og geymslum um 49 milljarða kr. (84%), gistingu og veitingum um 38,5 milljarða kr. (151%) og í leigu og sérhæfðri þjónustu um 33 milljarða kr. (130%). Samdráttur varð í tveimur greinum, fjármála- og vátryggingastarfsemi þar sem atvinnutekjur á tímabilinu 2008-2018 lækkuðu um 26 milljarða kr. (-29%) og í fiskveiðum um 6,6 milljarða kr. (-13%).

Mikill munur er á þróun heildaratvinnutekna eftir greinum og svæðum. Sem dæmi má nefna að á tímabilinu 2008-2012 lækkuðu heildaratvinnutekjur alls staðar nema í Vestmannaeyjum þar sem þær jukust um ríflega 12%. Minnst varð lækkunin á svæðum sem byggja mikið á sjávarútvegi, en það voru Grindavík, Snæfellsnes og Skaftafellssýslur. Á tímabilinu 2012-2018 hækkuðu heildaratvinnutekjur hins vegar á öllum svæðum. Minnst í Vestmannaeyjum um 0,5% en mest í Reykjanesbæ þar sem þær tvöfölduðust á tímabilinu.

Í skýrslunni er einnig að finna skiptingu atvinnutekna í einstökum atvinnugreinum eftir landshlutum og atvinnugreinasvæðum. Farin var sú leið í skýrslunni að í stað þess að vera með mikinn texta eru tölulegar upplýsingar birtar á myndrænu formi. 

Skýrsluna Atvinnutekjur 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum má finna á þessari slóð. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389