Fara í efni  

Fréttir

atvinnuvegurinn.is

Stuðningsumhverfi nýsköpunar hefur vaxið mikið á síðustu árum og er oft á tíðum erfitt að átta sig á hvert hlutverk hvers og eins er í stuðningsumhverfinu. Síðustu mánuði hefur teymi á vegum iðnaðarráðuneytis og undirstofnana þess unnið að kortlagningu þjónustu sinnar gagngert til að veita betri þjónustu og ná auknum árangri í ráðstöfun opinberra fjármuna.


Afrakstur vinnunnar er nú að skila sér í opnun á nýjum og sameiginlegum vef fyrir ráðuneytið og undirstofnanir þess; Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálastofu, Byggðastofnun og Orkustofnun. Þessi nýi upplýsingarvefur heitir atvinnuvegurinn.isog er hugsaður sem leiðarvísir um þjónustuframboð fyrrnefndra aðila þannig að einstaklingar og fyrirtæki geti á auðveldan hátt fundið þá þjónustu og upplýsingar sem leitað er eftir. Á vefsíðunni er hægt að finna upplýsingar um þá ráðgjöf og þjónustu sem stofnanirnar veita, þau námskeið sem í boði eru, styrki og fjármögnun, tölfræði og skýrslur, leyfis- og gæðamál, tæknirannsóknir auk almennra upplýsinga um stofnanirnar og ráðuneytið. Þessi vinna er liður í markvissu starfi innan ráðuneytisins sem miðar að því að koma á betra skipulagi á stoðkerfið eftir að ákvörðun var tekin um það síðastliðið haust að greina stoðkerfi atvinnulífs og nýsköpunar á vegum iðnaðarráðuneytis með þarfir atvinnulífsins að leiðarljósi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389