Fara í efni  

Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósin 2009

Eyrarrósin, viðurkenning sem veitt er árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni, verður sem fyrr afhent í byrjun árs 2009. Af því tilefni er hér með auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2009.


Þetta er í fimmta sinn sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa að þessari viðurkenningu.  Fyrstu Eyrarrósina, sem afhent var árið 2005, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; 2006 féll hún í skaut LungA, Listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. Eyrarrósina 2007 hlaut Stranda­galdurá Hólmavík og í janúar sl. kom hún í hlut hinnar ísfirsku Rokkhátíðar alþýðunnar; Aldrei fór ég suður.

 • Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2009
 • Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr. og verðlaunagrip til eignar
 • Viðurkenningin verður afhent í ársbyrjun 2009 á Bessastöðum
 • Verkefnið sem hlýtur viðurkenninguna fær sérstaka kynningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2009
 • Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú

UMSÓKNUM SKAL FYLGJA:

 • Lýsing á verkefninu
 • Lögð skal fram greinagóð lýsing á verkefninu; umfangi þess, sögu og markmiðum.
 • Tíma- og verkáætlun
 • Gerð skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2009.  Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum.
 • Upplýsingar um aðstandendur.  Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því.
 • Fjárhagsáætlun
 • Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári.
 • Uppgjör ársins 2007 fylgi umsókn.

 

 • Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina
 • Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð
 • Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2008 og verður öllum umsóknum svarað
 • Viðurkenningin verður veitt í ársbyrjun 2009
 • Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar „Eyrarrósin“

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík
í síma 561 2444, johanna@artfest.is


Sjá einnig auglýsingar í Fréttablaðinu 18. október og Morgunblaðinu 19. október
.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389