Fara í efni  

Fréttir

Bíldudalur - samtal um framtíðina - Verkefnastyrkir 2016

Stjórn Byggðastofnunar hefur falið verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Bíldudalur – samtal um framtíðina að úthluta í ár, 2016, fimm milljónum króna til að styrkja verkefni og atburði sem falla að áherslum verkefnisins. Forgangsröðun frá íbúaþingi má sjá á vef Byggðastofnunar. 

Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta þátttakenda í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir. Enn fremur styrkir það verkefni ef þau leiða til samstarfs aðila innan og/eða utan héraðs. Styrkhæf verkefni eru rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. Nánari reglur um styrki í verkefninu Brothættar byggir má sjá á vef Byggðastofnunar. 

Umsóknum um styrki skal skila rafrænt á netfangið sigga@byggdastofnun.is fyrir miðvikudaginn 6. júlí 2016.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Valgeir Ægir Ingólfsson hjá AtVest í s. 8652490 eða á netfanginu valgeir@atvest.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389