Fara efni  

Frttir

Boi til baings Breidalshreppi um helgina

Boi til baings  Breidalshreppi um helgina
Fr Breidalsvk

Um næstu helgi, 2. – 3. nóvember er boðið til íbúaþings í Breiðdalshreppi.  Þingið tengist verkefni Byggðastofnunar í svokölluðum „Brothættum byggðum“, þar sem áherslan er á samstarf íbúa og stofnana við að leita lausna til að efla byggð.  Samstarfsaðilar Byggðastofnunar í verkefninu eru Breiðdalshreppur, Austurbrú, Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, Háskólinn á Akureyri og íbúar Breiðdalshrepps. 

Þingið stendur í tvo daga.  Það hefst á laugardagsmorgni kl. 11 og þá móta þátttakendur sjálfir dagskrána.  Öllum er leyfilegt að stinga upp á umræðuefni, en það er enginn skyldaður til þess.  Hægt er að ræða öll mál, t.d. atvinnumál og efnahag, umhverfismál og málefni samfélagsins.  Þingað er til kl. 16 á laugardeginum og síðan frá kl. 11 – 15 á sunnudeginum.

Breiðdalshreppur er eitt af fjórum samfélögum þar sem Byggðastofnun vinnur að verkefni eins og þessu.  Hin eru Bíldudalur, Skaftárhreppur og Raufarhöfn, en þar er  verkefnið lengst  komið.  Þetta er því fjórða íbúaþingið og er það samdóma álit þátttakenda á öllum stöðunum að það er dýrmætt fyrir samfélagið að koma saman og ræða málin með þessum hætti.  Niðurstöðurnar nýtast síðan við forgangsröðun hjá þeim stofnunum sem að þinginu standa og svo eru alltaf einhver verkefni þar sem íbúar taka boltann sjálfir.  Sem dæmi má nefna að á íbúaþingi á Bíldudal voru búnir til nokkrir Facebook hópar til að fylgja málum eftir.  Enda byggir verkefnið „Brothættar byggðir“ á þeirri hugsun að virkja samfélagið sjálft í eigin málum og að aðgerðir stofnana byggi á forgangsröðun íbúa á hverjum stað.  Því reynslan sýnir að þó margt sé líkt með stöðunni  í hinum „Brothættu byggðum“ henta ekki endilega sömu lausnir allstaðar. 

Þingið verður haldið í Grunnskólanum og hefst, sem fyrr sagði, kl. 11 á laugardag.  Veitingar eru í boði Breiðdalshrepps og sveitarfélagið stendur einnig fyrir barnagæslu í skólanum og íþróttamiðstöðinni.   Gert verður þinghlé kl. 16 á laugardag og síðan fram haldið á sunnudag frá kl. 11 – 15.   Verkefnisstjórn væntir góðrar þátttöku og eru heimamenn hvattir til að fjölmenna og láta boð út ganga, t.d. til brottfluttra Breiðdælinga.  Ef marka má reynsluna frá öðrum stöðum, má búast við gagnlegu og bráðskemmtilegu íbúaþingi á Breiðdalsvík um helgina. 


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389