Fara í efni  

Fréttir

Breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun

Drög að frumvarpi til breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun hafa verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að senda inn umsagnir eða ábendingar er til fimmtudagsins 5. október. 

Forsaga málsins er að innviðaráðuneytinu barst ábending í kjölfar þjónustukönnunar sem fram fór vorið 2022, um að flutningsjöfnunarstyrkir sem veittir eru á grundvelli laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, væru ekki að ná markmiði sínu þar sem upphæðir væru svo lágar að það tæki því ekki fyrir minni framleiðendur að sækja um slíka styrki. Í umsögn Byggðastofnunar vegna ábendingarinnar kom fram að stofnunin hafi orðið vör við sambærilega gagnrýni frá umsækjendum og lagði því til eftirfarandi breytingar á regluverkinu.

a. Hækkun á endurgreiðsluhlutfalli flutningskostnaðar sem hækka hlutfallslega eftir því sem flutningur er lengri. Slík breytingin myndi fela í sér auknar styrkveitingar fyrir minni framleiðendur.

b. Byggðastofnun hefur lækkað endurgreiðsluhlutfall umsókna til þess að fara ekki fram úr fjárheimildum á grundvelli 4. mgr. 6. gr. laga um svæðisbundna flutningsjöfnun og hafa umsækjendur ekki fengið nema 57-67% af samþykktri fjárhæð greidda sl. ár. Byggðastofnun leggur til að engin skerðing á endurgreiðsluhlutfalli verði á umsóknum upp að 1,25% af heildarfjárveitingu hvers árs.

Í frumvarpinu er lagt til að framangreindar tillögur verði lögfestar og taki til styrkveitinga sem veittar eru árið 2024 en tilgangur frumvarpsins er að tryggja að styrkveitingar séu í sem mestu samræmi við markmið laganna. Þá telur ráðuneytið ástæðu til að taka fram að gildistími laganna er til loka árs 2025 og gert er ráð fyrir að regluverkið verði tekið til frekari skoðunar fyrir þann tíma.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389