Fara í efni  

Fréttir

Búsetufrelsi?

Búsetufrelsi?
Arnar Már Elíasson

Búsetufrelsi ? er yfirskrift byggðaráðstefnunnar sem nú fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á vegum Byggðastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar. 

Í ávarpi Arnars Más Elíassonar, forstjóra Byggðastofnunar, kom m.a. fram að hugtakið búsetufrelsi þýði að allir Íslendingar eigi að hafa tækifæri til þess að búa hvar sem er á landinu, ákjósanlega búsetu þar sem raunveruleg lífsgæði séu til staðar. Tilgangur ráðstefnunnar sé að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.

Arnar Már minnti á að í landsbyggðunum fari fram matvælaframleiðsla landsins, þar fari einnig fram orkuöflun landsins og þar sé nær allur stóriðnaðurinn auk þess sem að án landsbyggðanna væri ferðamannaiðnaðurinn í skötulíki.  Þó sé raunverulegt búsetufrelsi ekki einfalt eða auðvelt. Það þurfi fleiri þættir að koma til til þess að tryggja frjálst búsetuval, en vilji fólks.

Í núgildandi byggðaáætlun er tilgreint markmið stjórnvalda í byggðamálum: „Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna og búsetufrelsi með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu, húsnæði og fjölbreyttum atvinnutækifærum.“  Til þess að stuðla að framgangi þessa markmiðs eru í áætluninni 44 tímasettar aðgerðir. 

Alls eru nokkuð á annað hundrað þátttakenda á Byggðaráðstefnunni auk þess sem fólk fylgist með á streymi sem má finna hér


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389