Fara í efni  

Fréttir

Byggðakort fyrir Ísland árin 2007-2013

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið ákvörðun um nýtt byggðakort fyrir Ísland sem gildir til ársloka 2013.  Í þessari ákvörðun felst að íslenskum stjórnvöldum er heimilt að veita byggðastyrki á þeim svæðum sem falla undir byggðakortið. 

22.12.2006

Byggðakort fyrir Ísland árin 2007-2013

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið ákvörðun um nýtt byggðakort fyrir Ísland sem gildir til ársloka 2013.  Í þessari ákvörðun felst að íslenskum stjórnvöldum er heimilt að veita byggðastyrki á þeim svæðum sem falla undir byggðakortið.  Samkvæmt reglum Evrópusambandsins eru ríkisstyrkir til atvinnurekstrar óheimilir.  Þó er heimilt að uppfylltum tilteknum skilyrðum að veita byggðastyrki m.a. á svæðum þar sem fjöldi íbúa er minni en sem nemur 12.5 á hvern ferkílómeter.

Samkvæmt ákvörðun ESA mega íslensk stjórnvöld veita byggðastyrki á tímabilinu frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2007 í öllum sveitarfélögum landsins, nema Reykjavík, Kópavogsbæ, Seltjarnarneskaupstað, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Álftanesi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Garði, Vogum og Kjósarhreppi.  Á svæðinu sem heimilt er að veita byggðastyrki búa um 31,5% þjóðarinnar. http://www.eftasurv.int/information/pressreleases/2006pr/annex_1_-_regional_aid_map_2007.pdf

Frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2013 tekur gildi ný flokkun sem staðfest hefur verið af Hagstofu Evrópusambandsins (EUROSTAT) en hún tekur mið af núverandi kjördæmaskipan.  Á grundvelli þeirrar flokkunar mega íslensk stjórnvöld veita byggðastyrki í öllum þeim sveitarfélögum sem falla undir landsbyggðakjördæmin þrjú þ.e. Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.  Þetta hefur í för með sér að byggðakortið stækkar sem nemur Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Garði og Vogum. http://www.eftasurv.int/information/pressreleases/2006pr/annex_3_-_regional_aid_map_ice_-_2008-2013.pdf

Í landsbyggðakjördæmunum þremur sem heimilt verður að veita byggðastyrki frá árinu 2008 búa um 37,5% þjóðarinnar.  Íbúaþéttleiki í landshlutakjördæmunum er 1,2 íbúar á hvern ferkílómeter.  Á svæðinu sem fellur utan byggðakorts þ.e. Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi búa 62,5% þjóðarinnar, íbúaþéttleiki á svæðinu er 181 íbúi á hvern ferkílómeter.

Ákvörðun ESA felur einnig í sér takmörkun á fjárhæð byggðastyrks, styrkir til stórra fyrirtækja geta að hámarki numið 15% af fjárfestingarkostnaði, veitt er svigrúm til þess að hækka styrk um 10% þegar um meðalstór fyrirtæki er að ræða og um 20% til lítilla fyrirtækja.  Íslensk stjórnvöld þurfa að tilkynna um öll áform um byggðastyrki til ESA.

http://www.eftasurv.int/information/pressreleases/2006pr/dbaFile10579.html


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389