Fara efni  

Frttir

Byggakort fyrir sland rin 2007-2013

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið ákvörðun um nýtt byggðakort fyrir Ísland sem gildir til ársloka 2013.  Í þessari ákvörðun felst að íslenskum stjórnvöldum er heimilt að veita byggðastyrki á þeim svæðum sem falla undir byggðakortið. 

22.12.2006

Byggðakort fyrir Ísland árin 2007-2013

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið ákvörðun um nýtt byggðakort fyrir Ísland sem gildir til ársloka 2013.  Í þessari ákvörðun felst að íslenskum stjórnvöldum er heimilt að veita byggðastyrki á þeim svæðum sem falla undir byggðakortið.  Samkvæmt reglum Evrópusambandsins eru ríkisstyrkir til atvinnurekstrar óheimilir.  Þó er heimilt að uppfylltum tilteknum skilyrðum að veita byggðastyrki m.a. á svæðum þar sem fjöldi íbúa er minni en sem nemur 12.5 á hvern ferkílómeter.

Samkvæmt ákvörðun ESA mega íslensk stjórnvöld veita byggðastyrki á tímabilinu frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2007 í öllum sveitarfélögum landsins, nema Reykjavík, Kópavogsbæ, Seltjarnarneskaupstað, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Álftanesi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Garði, Vogum og Kjósarhreppi.  Á svæðinu sem heimilt er að veita byggðastyrki búa um 31,5% þjóðarinnar. http://www.eftasurv.int/information/pressreleases/2006pr/annex_1_-_regional_aid_map_2007.pdf

Frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2013 tekur gildi ný flokkun sem staðfest hefur verið af Hagstofu Evrópusambandsins (EUROSTAT) en hún tekur mið af núverandi kjördæmaskipan.  Á grundvelli þeirrar flokkunar mega íslensk stjórnvöld veita byggðastyrki í öllum þeim sveitarfélögum sem falla undir landsbyggðakjördæmin þrjú þ.e. Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.  Þetta hefur í för með sér að byggðakortið stækkar sem nemur Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Garði og Vogum. http://www.eftasurv.int/information/pressreleases/2006pr/annex_3_-_regional_aid_map_ice_-_2008-2013.pdf

Í landsbyggðakjördæmunum þremur sem heimilt verður að veita byggðastyrki frá árinu 2008 búa um 37,5% þjóðarinnar.  Íbúaþéttleiki í landshlutakjördæmunum er 1,2 íbúar á hvern ferkílómeter.  Á svæðinu sem fellur utan byggðakorts þ.e. Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi búa 62,5% þjóðarinnar, íbúaþéttleiki á svæðinu er 181 íbúi á hvern ferkílómeter.

Ákvörðun ESA felur einnig í sér takmörkun á fjárhæð byggðastyrks, styrkir til stórra fyrirtækja geta að hámarki numið 15% af fjárfestingarkostnaði, veitt er svigrúm til þess að hækka styrk um 10% þegar um meðalstór fyrirtæki er að ræða og um 20% til lítilla fyrirtækja.  Íslensk stjórnvöld þurfa að tilkynna um öll áform um byggðastyrki til ESA.

http://www.eftasurv.int/information/pressreleases/2006pr/dbaFile10579.html


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389