Fara í efni  

Fréttir

Byggđaráđstefnan 2016

Sókn landsbyggđa

Kemur unga fólkiđ? Hvar liggja tćkifćrin?

14.-15. september 2016, Breiđdalsvík

Byggđaráđstefnan 2016

Tilgangur ráđstefnunnar er ađ tengja saman frćđilega og hagnýta ţekkingu á stöđu og ţróun međ ţađ ađ markmiđi ađ efla samfélög í landsbyggđum.  Ráđstefnan er umrćđuvettvangur fólks úr háskólunum, stjórnsýslunni, sveitarstjórnun og annarra sem áhuga hafa á ţróun byggđanna.  Leitast verđur viđ ađ ná fram ólíkum sjónarmiđum ţeirra sem vinna ađ rannsóknum, stefnumótun og starfa á vettvangi byggđamála.  Á Byggđaráđstefnunni verđur sérstaklega horft til sóknafćra landsbyggđa og ungs fólks, samanber yfirskrift ráđstefnunnar.

Kallađ er eftir erindum frá frćđa- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og ţeim sem vinna á vettvangi um stöđu og ţróun byggđar.  Erindin geta m.a. fjallađ um mismunandi ţćtti í sókn landsbyggđa eins og ađ efla ţjónustu í litlum samfélögum, virkja og efla félagsauđinn og auka íbúalýđrćđi.  Einnig um nýtingu á rafrćnni ţjónustu, hlut skóla- og heilbrigđisţjónustu í litlum samfélögum auk annars sem frćđa-, rannsókna- og stjórnsýslusamfélagiđ telur mikilvćgt ađ rćđa á ráđstefnu sem helguđ er sókn landsbyggđa. Lögđ er áhersla á ađ fyrirlesarar hafa rúman efnisramma og geta fjallađ hvort sem er um einn einstakan ţátt eđa fleiri eftir eđli máls. Ćtlast er ţó til ađ efniđ tengist á einhvern hátt meginţrćđinum ţ.e. sókn landsbyggđa og unga fólkinu.

Tillaga ađ fyrirlestri međ stuttri innihaldslýsingu, 200-300 orđa útdrátt, sendist til Byggđastofnunar á netfangiđ sigridur@byggdastofnun.is  fyrir 20. júní 2016.

Á Byggđaráđstefnunni á Patreksfirđi 2014 var ákveđiđ ađ halda nćstu ráđstefnu á Breiđdalsvík.  Ađ Byggđaráđstefnunni 2016 standa Byggđastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Austurbrú og Breiđdalshreppur. 

Kynningarbréf.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389