Fréttir
Byggðastofnun 40 ára
Í dag eru 40 ár liðin frá því að Byggðastofnun var komið á legg með sérlögum. Það er óhætt að segja að stofnunin hafi komið að fjöldamörgum mikilvægum verkefnum fyrir landsbyggðirnar á þessum tíma og er hvergi nærri hætt á þeirri vegferð sinni að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.
Byggðastofnun á rætur að rekja til Atvinnujöfnunarsjóðs (1966). Með stofnun Framkvæmdarstofnunar ríkisins (1971) var Byggðasjóður settur á fót til að efla atvinnulíf og jafna byggð. Byggðastofnun var síðan formlega stofnuð árið 1985, tók þá yfir Byggðasjóð og fékk það hlutverk að fylgjast með byggðaþróun, gera áætlanir og veita fjárhagslegan stuðning til að styrkja búsetuskilyrði og koma í veg fyrir óæskilega byggðaröskun. Starfsemin fluttist stig af stigi frá Reykjavík til Sauðárkróks á árunum 1998-2002 og árið 2020 flutti stofnunin í eigið húsnæði að Sauðármýri 2 á Sauðákróki.
Helstu tímamót:
- 1966 – Atvinnujöfnunarsjóður stofnaður (tekur við af Atvinnubótasjóði).
- 1971 – Framkvæmdastofnun ríksins og Byggðasjóður stofnuð; heildarstjórn fjárfestinga og byggðaaðgerða markvissari.
- 1985 – Byggðastofnun verður til; tekur yfir eignir og skuldbindingar Byggðasjóðs. Hlutverkið var byggða- og atvinnuþróun, lán og stuðningur.
- 1999 – Lagabreytingar, þar kom meðal annars inn aukin rannsóknaráhersla.
- 1998-2002 – Starfsemin flutt frá Reykjavík til Sauðárkróks í þrepum.
- 2020 – Flutningur í nýtt, eigið húsnæði að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki.
Í gegnum árin hefur Byggðastofnun veitt fyrirtækjum í landsbyggðunum lán og fjármögnun, stutt við frumkvöðla og sprota, leitt samstarfsverkefni með sveitarfélögum og atvinnulífi og jafnframt tekið saman og greint gögn um byggðaþróun sem nýst hafa við stefnumótun stjórnvalda. Með þessu hefur stofnunin lagt sitt af mörkum til fjölbreyttari atvinnu, öflugri samfélaga og sterkari byggða um allt land.
Við erum stolt af því að hafa verið hluti af þessari vegferð síðustu 40 ár og hlökkum til að vinna áfram að blómstrandi byggðum og fjölbreyttu atvinnulífi í landsbyggðunum.
Hluti starfsfólks gæddi sér á köku í morgun í tilefni dagsins en næsti stóri viðburður stofnunarinnar er Byggðaráðstefna í Mývatnssveit þann 4. nóvember næstkomandi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember