Fara í efni  

Fréttir

Byggđastofnun lćkkar vexti á verđtryggđum lánum

Byggđastofnun lćkkar vexti á verđtryggđum lánum
Skrifstofa Byggđastofnunar

Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 4. nóvember síðastliðinn var tekin ákvörðun um að lækka vexti á verðtryggðum lánum hjá stofnuninni úr 6,4% í 5,9% eða um 0,5%. Lækkunin á við um ný og eldri verðtryggð lán hjá stofnuninni.

Með vaxtalækkuninni vonast stjórn Byggðastofnunar eftir því að styðja enn frekar við nýsköpun í atvinnulífi og vöxt framsækinna fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar sem mun til framtíðar efla byggð og búsetu í landinu.

Markmið lánastarfseminnar er meðal annars að tryggja fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri á landsbyggðinni aðgang að langtímalánum á hagstæðum kjörum, stuðla að vexti framsækinna fyrirtækja, nýsköpun í atvinnulífi og eflingu byggða.

Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.

Nánari upplýsingar veitir Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs, í síma 455-5400 eða í tölvupósti elin@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389