Fara í efni  

Fréttir

Byggđastofnun og atvinnuţróunarfélög skrifuđu undir nýja samstarfssamninga

Byggđastofnun og atvinnuţróunarfélög skrifuđu undir nýja samstarfssamninga
Frá undirritun

Fulltrúar Byggđastofnunar og átta atvinnuţróunarfélaga um land allt skrifuđu í gćr undir nýja samstarfssamninga til nćstu fimm ára. Sigurđur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra, var viđstaddur undirritunina og sagđi hann ţađ eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar ađ efla byggđamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landiđ.

Samningarnir byggjast á samtali Byggđastofnunar og félaganna á síđastliđnu starfsári. Í nýjum samningum er leitast viđ ađ taka miđ af breyttu starfsumhverfi félaganna en á liđnum árum hefur hlutverk atvinnuráđgjafarinnar breyst frá ţví ađ veita fyrst og fremst einyrkjum og litlum fyrirtćkjum rekstrarráđgjöf í ţađ ađ ţjónusta einyrkja, stór og lítil fyrirtćki og sveitarfélög. Félögin hafa í vaxandi mćli tekiđ ađ sér ađ leiđa saman ađila í fjölbreytileg verkefni. Ţađ form sem atvinnuţróunarfélögin starfa í ţarf ađ vera lifandi og taka breytingum í takt viđ ţarfir hvers tíma.

Verđmćt ţekking í atvinnuráđgjöf

Sigurđur Ingi sagđi ţegar sjást í fjárlögum ársins aukin framlög til samgöngumála, heilsugćslustöđva á landsbyggđinni og til menntamála. Framundan vćri gerđ fjármálaáćtlunar ríkisstjórnarinnar sem yrđi lögđ fram í mars og ţar muni einnig sjást enn betur áform ríkisstjórnarinnar um ţessi mál sem önnur. Ţá sagđi ráđherra ađ međal verkefna sem tengist sveitarstjórnar- og byggđamálum međ beinum í hćtti í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar vćri ađ skilgreina hlutverk landshlutasamtaka, styrkja sóknaráćtlanir, nýta námslánakerfiđ og önnur kerfi sem hvata til ađ setjast ađ í dreifđum byggđum, ljúka ljósleiđaravćđingu og ađ innanlandsflug yrđi hagkvćmari kostur fyrir íbúa landsbyggđarinnar. Sagđi hann vert ađ ţakka atvinnuţróunarfélögunum fyrir ađkomu ţeirra ađ ţeim ţćtti.

Sigurđur Ingi Jóhannsson flutti ávarp viđ athöfnina í dag.

Ráđherra sagđi atvinnuráđgjöf búa yfir verđmćtri ţekkingu á nćrumhverfinu og myndi tengslanet um landiđ allt. Einnig sagđi hann nú unniđ ađ gerđ byggđaáćtlunar og vćri sérstök áskorun ađ samţćtta byggđamál viđ ađra málaflokka í öđrum.

Í ávarpi Ađalsteins Ţorsteinssonar, forstjóra Byggđastofnunar, viđ athöfnina kom fram ađ sjálfstćđi félaganna vćri mikilvćgt og ađ ţau lytu ekki bođvaldi Byggđastofnunar eđa ríkisins eđa einstakra sveitarfélaga. Á hinn bóginn hljóti ríkisvaldiđ ađ gera kröfur um ađ tilteknum reglum og lágmarksviđmiđum sé fylgt um ráđstöfun ţess fjár sem ţađ lćtur af hendi rakna til verkefna í byggđarlögunum. Í nýju samningunum er ţví skerpt á viđmiđum um árlega markmiđssetningu og mat á árangri af starfinu auk ţess sem fjallađ er um útvistun á starfi atvinnuráđgjafarinnar og fleira mćtti nefna.

Frétt af stjornarradid.is


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389