Fréttir
Byggðastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa
Byggðastofnun óskar eftir að ráða starfsmann á þróunarsvið stofnunarinnar. Í undirbúningi er að setja upp nýjan gagnagrunn á sviði byggðamála hjá stofnuninni og er leitað að starfsmanni til að leiða þá vinnu og síðan að þróa og viðhalda grunninum.
Því er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af landupplýsingakerfum. Jafnframt þarf viðkomandi að vera tilbúinn til að vinna að öllum þeim þáttum byggðamála sem þróunarsviðið sinnir en það eru fjölbreytt verkefni svo sem vinnsla byggðaáætlunar, skýrslugerð og úttektir á sviði byggðamála, samskipti við atvinnuþróunarfélög, starfræksla landsskrifsstofu NPP og NORA og samskipti við ESPON svo eitthvað sé nefnt.
Hæfniskröfur:
- Háskólanám sem nýtist.
- Þekking á hönnun gagnagrunna.
- Reynsla af verkefnastýringu.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði munnlega og skriflega.
Staðsetning starfsins er á Sauðárkróki. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 25. maí nk*. og skulu umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs, sími 455 5400 eða 895 8653.
Byggðastofnun hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn, konur jafnt sem karla. Rúmlega 20 manns starfa hjá stofnuninni sem hefur á að skipa vel menntuðu fólki með fjölbreytta reynslu.
Sauðárkrókur er höfuðstaður Skagafjarðar og einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar. Þar er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Boðið er upp á skóla á öllu skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Íbúar Sauðárkróks eru um 2.600 talsins.
* Athugið að í upphaflegri frétt stóð að umsóknarfrestur sé til 24.maí en af tæknilegum ástæðum hefur því verið breytt í 25. maí.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember