Fara efni  

Frttir

Byggastofnun tekur tt stofnun Frumkvlaseturs Austurlands

Skrifað hefur verið undir undirritað samkomulag um stofnun Frumkvöðlaseturs Austurlands á Hornafirði. Formleg starfsemi hefst í maí og hefur Ari Þorsteinsson verkfræðingur verið ráðinn framkvæmdarstjóri.


Byggðastofnun er meðal þátttakenda í stofnun frumkvöðlasetursins en dagleg starfsemi verður í samstarfi við starfsmenn Impru hjá Iðntæknistofnun, Þróunarstofu Austurlands og fleiri. Auk þessara þriggja aðila standa iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Nýsköpunarsjóður, Hornafjarðarbær og austfirsk atvinnufyrirtæki að stofnun Frumkvöðlaseturs Austurlands.

Samningur um rekstur setursins var undirritaður á Höfn sl. fimmtudag og flutti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarp við það tækifæri, jafnframt því sem hún undirritaði stofnsamninginn fyrir hönd ráðuneytisins.

Í starfi Frumkvöðlasetursins verður leitað til reyndra atvinnurekenda sem fúsir eru til að taka þátt í stjórnun fyrirtækja þeirra frumkvöðla sem aðstöðu hafa hjá Frumkvöðlasetri Austurlands. Hlutverk þeirra er að miðla reynslu og þekkingu til frumkvöðlanna. Einnig að efla tengsl þeirra við atvinnulífið og hjálpa þannig til við að koma frumkvöðlafyrirtækjum á legg.

Sérfræðingar Iðntæknistofnunar, Útflutningsráðs Íslands, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytis, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Háskólasetursins á Hornafirði, Byggðastofnunar, Þróunarstofu Austurlands og annarra þjónustustofnana atvinnulífsins verða hvattir til að heimsækja Frumkvöðlasetrið reglulega. Jafnframt verður unnið að því að fá fleiri stofnanir og fyrirtæki til liðs við Frumkvöðlasetrið.

Þau sem undirrituðu samkomulagið í Nýheimum voru; Albert Eymundsson bæjarstjóri Hornafjarðar, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Berglind Hallgrímsdóttir forstöðumaður Impru, Óðinn Gunnar Óðinsson frá Þróunarstofu Austurlands, Gunnar Örn Guðmundsson frá Nýsköpunarsjóði, Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun og Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, sem var fulltrúi fyrirtækja á Hornafirði.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389