Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun vinnur að greiningu á styrkleikum og veikleikum sjávarbyggða og landbúnaðarkjarna

Hjá Byggðastofnun stendur nú yfir vinna við styrk- og veikleikagreiningu (SVÓT) fyrir sjávarbyggðir og landbúnaðarkjarna. Í skýrslu sem kom út hjá Byggðastofnun í október 2001 var gerð grein fyrir slíkri greiningu á landshlutum en með greiningunni nú er ætlunin að fá gleggri mynd af einstökum byggðarlögum.

Hjá Byggðastofnun stendur nú yfir vinna við styrk- og veikleikagreiningu (SVÓT) fyrir sjávarbyggðir og landbúnaðarkjarna. Í skýrslu sem kom út hjá Byggðastofnun í október 2001 var gerð grein fyrir slíkri greiningu á landshlutum en með greiningunni nú er ætlunin að fá gleggri mynd af einstökum byggðarlögum.

Markmiðið með verkefninu er að afla upplýsinga þannig að Byggðastofnun geti á skjótan hátt metið atvik sem kunna að koma upp í einstaka byggðarlagi og brugðist við þeim.

Leitast verður við að:

·        Bera saman lífskjör og afkomumöguleika.

·        Bera saman atvinnuþróun, menntun og samfélagsþjónustu.

·        Leggja áherslu á menningarsöguleg gildi og fjölbreytt atvinnulíf.

·        Leggja áherslu á  sveitarfélög sem eru í sókn, eru í uppbyggingu atvinnulífs, skóla,

menningarlífs og opinberri þjónustu.

Tilgangurinn er að Byggðastofnun geti, í samráði við bæjar- og sveitarstjórnir, lagt mat og gert tillögur um aðgerðir sem óskað er eftir og kann að þurfa að grípa til.  

Bæjar- og sveitarstjórum í þeim byggðarlögum sem kannaðar verða var sendur spurningalisti á rafrænu formi þann 5. september sl., til þess að flýta fyrir upplýsingaöflun. Vonast er til að þeir skili svörunum sem fyrst og í framhaldinu munu starfsmenn Byggðastofnunar heimsækja viðkomandi svæði og afla sértækari upplýsinga með viðtölum.

Að sögn Halldórs V. Kristjánssonar, starfsmanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, eru svör þegar byrjuð að berast en hann segist hvetja þá sem fengu spurningalista senda til að bregðast skjótt við og senda svör sem fyrst.

“Fundir með bæjar- og sveitastjórum hefjast seinnipartinn í september og er reiknað með að byrja á Vestfjörðum. Við vonumst eftir góðu samstarfi í þessari vinnu og að greiningin geti nýst til góðra verka í byggðamálum,” segir Halldór.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389