Fréttir
ESPON vika í Búdapest
Dagana 3.-8. nóvember var haldin ESPON vika í Búdapest. ESPON vika samanstendur af stjórnarfundum verkefnisins (Monitoring Committee) og fundum landstengiliða (European Contact Point). Einnig er haldin ráðstefna, sem opin er öllum rannsóknar- og hagsmunaaðilum ásamt öðrum sem tengjast ESPON, í tengslum við þessa fundi. Haraldur Reinhardsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar tók þátt í báðum fundum og ráðstefnunni sem fulltrúi Íslands í verkefninu.
Yfirskrift ráðstefnunnar var „Tryggjum góða þjónustu fyrir alla íbúa í öllum byggðalögum“. Farið var í skilgreiningar á þjónustu og þjónustusvæðum sem og aðgengi íbúa að þjónustu. Skoðaðar voru þær breytingar sem orðið hafa á þjónustu og þjónustusókn, m.a. vegna breyttra tíma og breytinga á lýðfræði margra samfélaga. Einnig var fjallað um mismunandi þjónustuþætti dreifbýlis og þéttbýlis og samspilið þar á milli.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér efnið betur er bent á nýjasta hefti af tímariti ESPON verkefnisins TerritoriAll og að fylgjast með fréttum á heimasíðu ESPON en þar munu birtast innan tíðar útdrættir úr þeim erindum sem flutt voru á ráðstefnunni.
ESPON er ein af áætlunum ESB um milliríkjasamstarf sem Ísland er þátttakandi í. ESPON, sem stendur fyrir European Territorial Observatory Network, miðar að því að efla magn og gæði byggðarannsókna í löndum Evrópu og greiða aðgengi opinberra stjórnvalda að áreiðanlegum og vönduðum gögnum og rannsóknarniðurstöðum til notkunar í opinberri stefnumótun innan byggðamála.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember