Fara í efni  

Fréttir

ESPON vika í Búdapest

Dagana 3.-8. nóvember var haldin ESPON vika í Búdapest. ESPON vika samanstendur af stjórnarfundum verkefnisins (Monitoring Committee) og fundum landstengiliða (European Contact Point). Einnig er haldin ráðstefna, sem opin er öllum rannsóknar- og hagsmunaaðilum ásamt öðrum sem tengjast ESPON, í tengslum við þessa fundi. Haraldur Reinhardsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar tók þátt í báðum fundum og ráðstefnunni sem fulltrúi Íslands í verkefninu.

Yfirskrift ráðstefnunnar var „Tryggjum góða þjónustu fyrir alla íbúa í öllum byggðalögum“. Farið var í skilgreiningar á þjónustu og þjónustusvæðum sem og aðgengi íbúa að þjónustu. Skoðaðar voru þær breytingar sem orðið hafa á þjónustu og þjónustusókn, m.a. vegna breyttra tíma og breytinga á lýðfræði margra samfélaga. Einnig var fjallað um mismunandi þjónustuþætti dreifbýlis og þéttbýlis og samspilið þar á milli.

Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér efnið betur er bent á nýjasta hefti af tímariti ESPON verkefnisins TerritoriAll og að fylgjast með fréttum á heimasíðu ESPON en þar munu birtast innan tíðar útdrættir úr þeim erindum sem flutt voru á ráðstefnunni.

 

ESPON er ein af áætlunum ESB um milliríkjasamstarf sem Ísland er þátttakandi í. ESPON, sem stendur fyrir European Territorial Observatory Network, miðar að því að efla magn og gæði byggðarannsókna í löndum Evrópu og greiða aðgengi opinberra stjórnvalda að áreiðanlegum og vönduðum gögnum og rannsóknarniðurstöðum til notkunar í opinberri stefnumótun innan byggðamála.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389