Fara í efni  

Fréttir

Fróðlegur dagur í verkefninu Sterkum Stöðvarfirði

Margir sprotar á Stöðvarfirði

Fulltrúar í verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar komu saman á Stöðvarfirði 4. september sl. í tengslum við íbúafund í verkefninu. Frumkvöðlaverkefni voru kynnt af verkefnisstjóranum, Valborgu Ösp Árnadóttur Warén. Dagskráin hófst með kaffiheimsókn í Steinasafn Petru þar sem fyrirtækið Brauðdagar sá um ljúffengar kaffiveitingar. Að því búnu var rölt yfir í Kirkjubæ Guesthouse/Tiny Church sem er lítið gistiheimili, rekið í gömlu kirkjunni á Stöðvarfirði, en þar sýndi Krzysztof Madejski gestum aðstöðuna. Þar var verkefnisstjórnin frædd um verkefni sem felst í endurbótum á húsinu og áformum um upphitun á gólfi með varmadælum, en verkefnið hlaut styrk úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar á árinu. Frá gömlu kirkjunni var haldið í Gallerí Snærós þar sem listakonan Rósa Valtingojer sýndi listmuni sína, meðal annars hálsmen sem er eftirgerð af teikningu á steini sem fannst við fornleifauppgröft á Stöð. Teikningin er af víkingaskipi og talin vera frá tíundu öld. Verkefnið hlaut styrk úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar á árinu 2024 og nánast allur ágóði af sölu rennur til fornleifarannsókna á Stöð.

Skoðuð voru skilti á hafnargarðinum við Sköpunarmiðstöðina með upplýsingum um sögu útgerðar á Stöðvarfirði. Sólmundur Friðriksson, ásamt fleirum, á veg og vanda að skiltunum og í verkefninu naut hann stuðnings úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar.

 

Vaxandi starfsemi í Sköpunarmiðstöðinni

Sköpunarmiðstöðin var sótt heim. Þar var farið í nýlega innréttað rými fyrir innrömmunarþjónustu á vegum Lukasz Stencel og í framhaldi af því í fyrirtæki hans, Kaffi Kvörn, þar sem nýr kaffidrykkur var kynntur. Lukasz hefur notið stuðnings úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar í þessum verkefnum og sannarlega nýtt hann vel.

Einnig var litið inn í nýinnréttað rými fyrir verkstæði Steinasafns Petru. Að sögn eigenda skiptir verkstæðið mjög miklu varðandi getu safnsins til vinnslu steina og listmunagerðar.

 

Vel sóttur íbúafundur í Sterkum Stöðvarfirði

Dagskránni lauk með íbúafundi í Sterkum Stöðvarfirði. Vel var mætt á þennan fróðlega fund. Valborg Ösp fór yfir það helsta sem hefur verið á dagskrá verkefnisins, m.a. með greinargóðu yfirliti yfir stöðu vinnu að starfsmarkmiðum sem skilgreind hafa verið í verkefnisáætlun. Einnig fór hún yfir stöðu nokkurra styrktra verkefna og í því sambandi voru tvö verkefni kynnt af frumkvöðlum. Björn Hafþór Guðmundsson sagði frá vel heppnuðu verkefni um útgáfutónleika á hljómdiski hans „Við skulum ekki hafa hátt“ í Stöðvarfjarðarkirkju. Kimi Tayler sagði frá tveimur verkefnum sem hún hefur leitt. Annað verkefnið var Stöðvarfjörður Pride 2025, sem var fjölsóttur og ánægjulegur viðburður. Hitt er verkefni Brauðdaga deighúss um færanlega verslun á brauði, þ.e. bíll til að dreifa vörum Brauðdaga deighúss og mögulega frá öðrum smáframleiðendum á Austurlandi. Þess má geta að Kimi sá einnig um veitingar á íbúafundinum.

Að aflokinni kynningardagskrá settust íbúar niður í fjórum hópum og ræddu verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar með það fyrir augum að greina hvort breyta þurfi markmiðum, leggja þau af eða móta ný.

Það var til fyrirmyndar hversu vel var mætt á fundinn af hálfu Fjarðabyggðar og Austurbrúar og er það vel, enda skiptir virk þátttaka þessara aðila miklu um framgang verkefnisins.

Að lokum var fundargestum þökkuð góð mæting og þátttaka og sérstaklega var verkefnisstjóranum, Valborgu Ösp, þakkað fyrir góðan undirbúning og framúrskarandi kynningar.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á Stöðvarfirði við þetta tilefni. Myndasmiðir voru Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir hjá Byggðastofnun.

 

Kimi Tayler reiðir fram veitingar í Steinasafni Petru.

Kryzysztof Madejski sýnir verkefnið Tiny Church.

Undirbúningur flutnings á langeldi úr fornleifauppgreftri á Stöð.

Minjagripur Rósu Valtingojer.

Heimsókn í Kaffi Kvörn.

Myndir af útgerðarsögu Stöðfirðinga á hafnargarðinum.

Fundargestir á íbúafundi.

Kynning á viðburðinum Stöðvarfjörður Pride.

Kynning á Brauðdögum deighúsi.

Yfirferð verkefnisstjóra á starfsmarkmiðum verkefnisáætlunar.

Björn Hafþór Guðmundsson kynnir útgáfutónleika geisladisks.

Þrír af fulltrúum Austurbrúar ræða við heimafólk.

Fulltrúar Fjarðabyggðar fjölmenntu á íbúafundinn.

Umræður um starfsmarkmið í verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar.

Umræður um starfsmarkmið í verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar.

Frá íbúafundi Sterks Stöðvarfjarðar.

 


Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi. 

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389