Fara í efni  

Fréttir

Jú víst! Kraftur í Kaldrana, íbúafundur í Kaldrananeshreppi 11. nóvember

Íbúafundur verður haldinn í byggðaþróunarverkefninu Jú víst! Kraftur í Kaldrana þriðjudaginn 11. nóv. nk. kl. 17:00-19:00 í samkomuhúsinu Baldri. Á fundinum verða drög að nýrri verkefnisáætlun kynnt en þau eru byggð á skilaboðum íbúaþings sem haldið var í októberbyrjun í Kaldrananeshreppi. Fundargestum mun gefast tækifæri til að rýna drögin og ræða um þau í hópum og koma með athugasemdir og/eða viðbætur eftir atvikum.  

Verkefnið færist í framkvæmdaáfanga

Þegar verkefnisáætlun hefur verið afgreidd og samþykkt af íbúum mun verkefnið færast yfir í framkvæmdaáfanga. Það felur m.a. í sér að vinna verður hafin í verkefnum sem tengjast þeim starfsmarkmiðum sem sett eru fram í verkefnisáætlun. Ennfremur verður í kjölfarið opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Jú víst! Kraftur í Kaldrana til hvers kyns frumkvæðisverkefna. Gera má ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum í fyrsta skipti á fyrri hluta árs 2026 en að opnað verði fyrir umsóknir á þessu ári.

Niðurstöður íbúakönnunar

Á íbúafundinum munu fulltrúar Byggðastofnunar einnig kynna helstu niðurstöður íbúakönnunar sem lögð var fyrir íbúa, 18 ára og eldri í september síðastliðnum. 

Hvatt er til góðrar þátttöku

Íbúar Kaldrananeshrepps eru hvattir til góðrar mætingar og þátttöku á fundinum. Vonast er til þess að unnt verði að ljúka við gerð verkefnisáætlunar á fundinum og að hægt verði að gefa hana formlega út fyrir lok nóvember, að teknu tilliti til ábendinga íbúa.

 


 

Verkefnið er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389