Fara í efni  

Fréttir

Ný stjórn Byggðastofnunar

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað nýja stjórn Byggðastofnunar til eins árs en skipan hennar var kynnt á ársfundi stofnunarinnar á Breiðdalsvík í gær. Halldór Gunnar Ólafsson frá Skagaströnd er nýr stjórnarformaður en Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson á Höfn varaformaður.

Í ávarpi ráðherra sem flutt var á ársfundinum sagði hann byggðamál snerta flesta ef ekki alla málaflokka ríkisins. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að treysta eigi stoðir hinna dreifðu byggða. Það er því mikilvægt nú þegar unnið er með hagræðingartillögur í ríkisrekstri að byggðasjónarmiðum sé haldið á lofti. Þannig mun ég leggja mig fram við að minna á mikilvægi þess að við höfum uppi byggðagleraugun við útfærslu tillagnanna,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.

Stjórn Byggðastofnunar ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og stefnumótun hennar sem og áhættustefnu og að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits sem samræmist lögum um fjármálafyrirtæki og reglum settum með stöð í þeim. Stjórn Byggðastofnunar var skipuð á ársfundi stofnunarinnar þann 8. maí 2025 og í henni sitja:

Ný stjórn Byggðastofnunar

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun skipar ráðherra sjö einstaklinga í stjórn stofnunarinnar og sjö til vara. Ný stjórn Byggðastofnunar er þannig skipuð:

  • Halldór Gunnar Ólafsson, Skagaströnd – formaður
  • Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Höfn – varaformaður
  • Steindór Runiberg Haraldsson, Skagaströnd
  • Heiða Ingimarsdóttir, Egilsstöðum
  • Haraldur Benediktsson, Akranesi
  • Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
  • Margrét Sanders, Reykjanesbæ

Varamenn:

  • Guðrún Helga Bjarnadóttir, Reykjavík
  • Hafþór Guðmundsson, Þingeyri
  • Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík
  • Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, Akureyri
  • Sigríður Framdalz Ólafsdóttir, Hvammstanga
  • Unnar Hermannsson, Garðabæ
  • Arnar Þór Sævarsson, Reykjavík

Ávarp ráðherra má finna hér. 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389