Fara í efni  

Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um styrki til að styðja við uppbyggingu vinnustaðaklasa utan höfuðborgarsvæðisins

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að styðja við uppbyggingu vinnustaðaklasa á landsbyggðinni. Veittir verða styrkir fyrir allt að 50 milljónir kr. Byggðastofnun heldur utan um umsýslu vegna styrkjanna og er umsóknarfrestur er til 2. febrúar nk.

Innviðaráðherra veitir styrkina sem veittir eru á grundvelli byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, nánar tiltekið aðgerð A.7 um óstaðbundin störf. Markmiðið er að fjölga atvinnutækifærum og auka fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Aðgerð A.7 felur í sér að styrkja uppbyggingu vinnustaðaklasa og að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni. 

Nánar um styrkina

Styrkhæfir eru aðilar sem reka vinnustaðaklasa utan höfuðborgarsvæðisins. Í forgangi verða minni staðir þar sem atvinnulíf er einhæft, svæði sem hafa orðið fyrir verulegum áföllum í atvinnulíf eða svæði á fámennum vinnusóknarsvæðum.

Til greina kemur að veita einskiptis framlög vegna launakostnaðar við að koma af stað nýrri starfsemi, styrki til að fjölga plássum gegn langtímaskuldbindingu um nýtingu plássa eða rekstrarstyrki til að greiða sameiginlegan kostnað við starfsemina.

Vinnustaðaklasi er skilgreint sem skipulagt og samnýtt vinnurými þar sem fjölbreytt vinnuaðstaða stendur til boða fyrir fleiri en einn vinnustað eða starfsstöðvar vinnustaða.

Fjallað er um valnefnd og mat umsókna í reglum um úthlutun innviðaráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Fjallað er nánar um verkefnið óstaðbundin störf í aðgerðaáætlun byggðaáætlunar (aðgerð B.7).

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði, sigurdur@byggdastofnun.is. 

Frétt af vef Stjórnarráðsins.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389