Fara í efni  

Fréttir

Styrkúthlutun í verkefninu Öxarfjörður í sókn

Þann 5. júní sl. var úthlutunarathöfn á Kópaskeri þar sem styrkjum var úthlutað úr verkefninu Öxarfjörður í sókn vegna ársins 2020. Alls hlutu 12 verkefni styrki. Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það flest sameiginlega að stuðla að atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Alls bárust 23 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er rúmlega 125 m.kr. en sótt var um tæpar 52 m.kr. Alls voru 13,5 m.kr. til úthlutunar. Eru það meiri fjármunir en hefur verið til úthlutunar í verkefninu Brothættar byggðir og skýrist það af átaksverkefni sem Alþingi samþykkti vegna veirufaraldurs. Hluti af aðgerðum átaksverkefnisins var að veita aukalega 100 m.kr. til Brothættra byggða á árinu 2020 m.a. til að hægt væri að styðja við stærri frumkvæðisverkefni íbúa sem skapa atvinnu í byggðarlögunum.

Heildarlisti yfir styrkþega vegna styrkja fyrir árið 2020:

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Salbjörg Matthíasdóttir

Kjötvinnsla í Árdal

1.950.000,-

Sigrún Björg Víkingur

Framtíð í fjárhúsi í Kelduhverfi

1.950.000,-

Framfarafélag Öxarfjarðar

Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2020

900.000,-

Active North ehf.

Ræktun á Austursandi í Öxarfirði

1.000.000,-

Klapparós ehf.

Rófurækt á Presthólum

2.000.000,-

Hildur Óladóttir

Bakkaböðin

970.000,-

Lón 2 ehf.

Mórúnir – jurtalitun og handverk

500.000,-

Bjarnastaðir hestaferðir ehf.

Áframhaldandi uppbygging á Bjarnastöðum

1.250.000,-

Röndin ehf. og Sel sf.

Gamla verkstæðishúsið á Kópaskeri

1.000.000,-

Norðurhjari

Tækifæri við Vegginn í Kelduhverfi

450.000,-

Hafsteinn Hjálmarsson

Sparifé – pylsur og beikon

350.000,-

Heimahagar ehf.

Hestatengd ferðaþjónusta á Meiðavöllum

1.250.000,-

 

 

Kr.13.570.000,-

 

Þessi fjölbreyttu verkefni miða að atvinnuuppbyggingu, ferðaþjónustu, fullvinnslu matvæla og samfélagsuppbyggingu í Öxarfjarðarhéraði.

Styrkþegum var boðið til formlegrar úthlutunarathafnar og veitinga í Öxi á Kópaskeri en úthlutun ársins 2020 er jafnframt seinasta úthlutunin í verkefninu Öxarfjörður í sókn þar sem Byggðastofnun mun draga sig í hlé úr verkefninu um næstu áramót. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings stýrði athöfninni en í erindi hans kom fram að verkefnið Brothættar byggðir hefur skipt byggðarlagið miklu máli og sagði hann frá því að sveitarfélagið horfir til þess að halda áfram á þessari braut eftir að Byggðastofnun hefur dregið sig í hlé.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389