Fara í efni  

Fréttir

Efling menntunar og menningar

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, undirrituðu í Háskólanum á Akureyri mánudaginn 24. febrúar samkomulag um átak til eflingar menntun og menningu til hagsbóta fyrir mannlífið og atvinnuþróunina á landsbyggðinni. Starfsmenntunin fær verðskuldaða athygli og menningartengd atvinnustarfsemi einnnig.

Skilgreind hafa verið verkefni í samræmi við byggðaáætlun 2002-2005 þar sem lögð er áhersla á tengsl menntunar og menningar við þróun atvinnulífs í dreifðum byggðum. Upplýsingatækni verður markvisst nýtt til að efla símenntun og starfsmenntun á landsbyggðinni og stuðla að auknu námsframboði á öllum skólastigum. Einnig verður unnið að því að auka aðgengi að menningarefni frá ólíkum landssvæðum.

Ráðuneytin munu sameiginlega leggja fram að lágmarki 100 milljónir króna á ári í þrjú ár, samtals 300 milljónir króna, í verkefni um allt land. Ákveðið hefur verið að ráðast í eftirfarandi verkefni á árinu 2003:

1. Eflingu símenntunarmiðstöðva og uppbyggingu háskólanámssetra. Bætt verði aðgengi að menntun, starfsnámi, símenntun og fjarnámi.

2. Starfsmenntun á landsbyggðinni. Framhaldsskólar á landsbyggðinni m.a.styrktir til að halda úti fámennum námshópum.

3. Dreifmenntun í dreifbýli þar sem nemendur geta sótt dreifnám sniðið að þeirra þörfum.

4. Menning á landsbyggðinni. Aukið verði aðgengi almennings að menningarefni. Styrkir veittir til að safna upplýsingum til birtingar á netinu, um varðveislu byggðar sem á sér rótgróna sögu og menningarsögulegt gildi


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389