Fara í efni  

Fréttir

Efling verslunar í dreifbýli

Boðað er til fjölþjóðlegrar ráðstefnu þar sem fjallað verður um úrræði til að efla litlar verslanir á landsbyggðinni.  Ráðstefnan verður haldin á Húsavík 8. nóvember næstkomandi í fundarsal Framsýnar, Garðarsbraut 26.  Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður þriggja ára samstarfsverkefnis um málefni dreifbýlisverslana sjö þjóða á norðurslóðum (Íslands, Finnlands, Noregs, Færeyja, Norður-Írlands, Írlands og Skotlands).


Tilgangur verkefnisins er að greina hvaða stuðningsaðgerðir koma sér best fyrir þessar verslanir, ekki síst á vegum sveitarstjórna og annarra stjórnvalda, og koma á fót varanlegri þjónustu til að styðja við litlar verslanir.

Þátttakendur af Íslands hálfu eru:

  • Rannsóknarsetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst
  • Byggðastofnun
  • Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
  • SSNV- Atvinnuþróun
  • Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
  • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB (NPP) og Norræna Atlantshafssamstarfinu (NORA).

Nánari upplýsingar er að finna um verkefnið á heimasíðu Rannsóknaseturs verslunarinnar

Hér er hægt að nálgast dagskrá ráðstefnunnar.

Gisting í tengslum við ráðstefnuna er á Fosshótel Húsavík

Hér er hægt aðskrá þátttöku á ráðstefnunni en opið er fyrir skráningar til 29. september nk.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Lilja Einarsdóttir,  sigrunlilja@bifrost.is.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389