Fara í efni  

Fréttir

Eiginfjárhlutfall 16%

Eiginfjárhlutfall 16%
Merki Byggđastofnunar

Ársreikningur Byggđastofnunar áriđ 2013 var stađfestur af stjórn stofnunarinnar í dag.  Hagnađur ársins nam 188,9 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall í árslok 16%

Helstu niđurstöđur úr ársreikningi Byggđastofnunar áriđ 2013

 • Hagnađur ársins 2013 nam 188,9 milljónum króna.
 • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtćki var 16,0% en skal ađ lágmarki vera 8%
 • Hreinar vaxtatekjur voru 437,4 milljónir króna eđa 43,8% af vaxtatekjum, samanboriđ viđ 593,8 milljónir (47,9% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á árinu 2012.
 • Laun og annar rekstrarkostnađur nam 373,6 milljónum króna samanboriđ viđ 312,7 milljónir áriđ 2012
 • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreytingar hlutafjár voru 51,0 milljónir króna en voru 444,9 milljónir 2012.
 • Eignir námu 14.872 milljónum króna og hafa lćkkađ um 1.866 milljónir frá árinu 2012.  Ţar af voru útlán og fullnustueignir 11.570 milljónir.
 • Skuldir námu 12.458 milljónum króna og lćkkuđu um 2.091 milljón á árinu 2012.
 • Veittar ábyrgđir utan efnahagsreiknings námu 22,6 milljónum króna.

Um ársreikninginn

Hagnađur ársins nam 188,9 milljónum króna, samanboriđ viđ 152,8 milljón króna tap á árinu 2012.  Skýrist ţetta fyrst og fremst međ ţví ađ 5. júní 2013 stađfesti Hćstiréttur Íslands úrskurđ Hérađsdóms Reykjavíkur í máli Byggđastofnunar gegn Sparisjóđi Reykjavíkur og nágrennis hf., ţar sem krafa Byggđastofnunar ađ fjárhćđ 271,3 milljónir króna var viđurkennd sem forgangskrafa. Höfđu 238 milljónir króna af ţeirri kröfu áđur veriđ afskrifađar.

Alţingi samţykkti í fjárlögum 2012 heimild til ađ efla eigiđ fé Byggđastofnunar um allt ađ 2.000 milljónir króna.  Af ţví framlagi voru 1.750 milljónir króna greiddar til stofnunarinnar í janúar 2012 en eftirstöđvarnar, 250 milljónir króna greiddar í janúar 2013.

Eiginfjárhlutfall Byggđastofnunar var 16,0% í lok árs.

Horfur

Fyrir Hérađsdómi Norđurlands vestra var á árinu 2013 rekiđ dómsmál ţar sem tekist var á um lögmćti ţess ađ skuldbreyta verđtryggđum lánum í íslenskum krónum í lán í erlendum myntum međ útgáfu viđauka.  Dómur féll ţar 29. nóvember 2013, ţar sem fallist var á lögmćti svo skuldbreyttra lána Byggđastofnunar og hefur dómnum ekki veriđ áfrýjađ.  Uppreiknuđ lán stefnanda nema nú um 210,1 milljónum króna en verđi fallist á kröfur hans munu ţau lćkka um allt ađ 50%  Samsvarandi útlán hjá stofnuninni nema ađ kröfuvirđi 856,8 milljónum króna. Ekki hefur veriđ fćrt sérstakt varúđarframlag á afskriftarreikning vegna ţessa.  Ađ mati lögmanns Byggđastofnunar benda dómar Hćstaréttar, sem falliđ hafa í sambćrilegum málum (sbr. t.d. Hrd. 498/2013), eindregiđ til ţess ađ Byggđastofnun muni verđa sýknuđ ef málinu verđur áfrýjađ.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Ađalsteinn Ţorsteinsson, forstjóri Byggđastofnunar í síma   455 5400 eđa á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

Hér má nálgast ársreikninginn.


Til baka

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389