Fara í efni  

Fréttir

Endurgreiđsla á hluta flutningskostnađar til skođunar

Iðnaðarráðherra fól Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Byggðarannsóknastofnun Íslands við Háskólann á Akureyri að gera heildarathugun á starfsskilyrðum fyrirtækja í landinu. Rannsókn var unnin á tímabilinu júní 2002 til janúar 2003 og birtust niðurstöður hennar í skýrslunni Fólk og fyrirtæki: Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni, sem kom út í mars 2003. Á vegum iðnaðarráðuneytisins er verið að kanna möguleika á að teknar verði upp endurgreiðslur til framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni á hluta flutningskostnaðar. Vinnan byggist á tillögum starfshóps sem samgönguráðherra skipaði í kjölfar umfjöllunar ríkisstjórnarinnar um flutningskostnað haustið 2001 og greinargerð Byggðastofnunar sem unnin var í framhaldinu.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389