Fréttir
Endurskoðun byggðaáætlunar í opið samráð
Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hófst með samráðsfundum innviðaráðherra um land allt í ágúst 2025 og áætlað að henni ljúki með tillögu til þingsályktunar sem lögð verður fyrir Alþingi haustið 2026.
Við endurskoðun byggðaáætlunar verður haft víðtækt samráð við öll ráðuneyti í gegnum stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og aðra haghafa.
Almenningi munu jafnframt gefast góð tækifæri til að segja sína skoðun og koma tillögum á framfæri. Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem öllum gefst tækifæri til þátttöku. Hverjir eru kostir og gallar gildandi byggðaáætlunar, hverjar eru helstu áskoranir byggðaþróunar og hvar liggja tækifærin? Hægt verður að taka þátt í þessum hluta samráðsins fram til 31. október 2025 og mun það nýtast við gerð stöðumats (þ.e. grænbókar). Áætlað er að stöðumatið verði sett fram í samráðsgátt stjórnvalda eigi síðar en í desember 2025 og aftur verður boðið upp á rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þegar vinna hefst við gerð þingsályktunartillögu (þ.e. hvítbókar).
Hér er hægt að taka þátt í samráðinu.
Hér má finna stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.
Hér má finna skýrslu innviðaráðherra um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember