Fara í efni  

Fréttir

Norðurslóðaáætlunin kallar eftir undirbúningsverkefnum

Norðurslóðaáætlunin kallar eftir undirbúningsverkefnum
NPA_forverkefni2022

Norðurslóðaáætlunin 2021-2027 mun opna fyrir umsóknir um undirbúnings- eða forverkefni þann 2. ágúst og verður opið fyrir umsóknir til 19. september. Umsóknir verða svo afgreiddar 23. nóvember. Eins og nafnið bendir til er verkefnunum ætlað að vera til undirbúnings aðalverkefna, þ.e. til að þróa verkefnahugmyndir, leita hugsanlegra samstarfsaðila og skoða fjármögnunarmöguleika aðalverkefna.

Reynslan sýnir að undirbúningsverkefnin eru mikilvæg til að þróa sterkar aðalumsóknir og eru bæði reyndir og óreyndir aðilar hvattir til að nýta þetta tækifæri til að efla tengslanet sitt og þróa verkefnahugmyndir. Leitað er eftir verkefnum sem falla undir forgangssvið 1 - Styrkja nýsköpunarhæfni þrautseigra og aðlaðandi samfélaga.  og 2 - Styrkja getu samfélaga til að laga sig að loftslagsbreytingum og bættri auðlindanýtingu.

Stærð verkefna er annars vegar allt að 50 þús. evrur til sex mánaða eða 100 þús. evrur til tólf mánaða. Styrkurinn, sem er 65% af heildarkostnaði verkefna, er greiddur út í einu lagi að verkefni loknu. Þátttakendur þurfa að vera frá a.m.k. tveimur löndum, þar af einu innan ESB og helst frá a.m.k. tveimur af þremur landfræðilegum svæðum áætlunarinnar; Finnlandi-Svíþjóð-Noregi; Írlandi; Færeyjum-Íslandi-Grænlandi.

Horft er til þess að forverkefni sem fá brautargengi að þessu sinni ljúki með umsókn í þriðja eða fjórða kalli eftir aðalverkefnum á árinu 2023.

Allar frekari upplýsingar eru á heimasíðu áætlunarinnar og einnig má hafa samband við landstengilið áætlunarinnar, Reinhard Reynisson á netfanginu reinhard@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389