Fréttir
Ert þú frumkvöðlakona á landsbyggðinni? Langar þig í fræðslu og stuðning?
Markmið Evrópuverkefnisins FREE er að efla frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og hvetja þær til dáða í sínum verkefnum og fyrirtækjarekstri. Byggðastofnun tekur þátt í þessu verkefni ásamt Vinnumálastofnun sem stýrir verkefninu, og samstarfsaðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen.
Netþjálfun - frumkvöðlakonum býðst nú frábært tækifæri til að afla sér þekkingar á viðskiptatengdum þáttum á netinu auk æfinga í persónulegri hæfni. Meðal efnis sem er aðgengilegt er má nefna stefnumótun, útflutningur, vöruþróun, markaðssetning, kennsla í notkun samfélagsmiðla, netsala, gerð heimasíða og fjármál. Meðal æfinga í persónulegri hæfni má nefna markmiðasetningu, lausn vandamála, að horfa út fyrir kassann, styrkleikagreining, hvatningarþættir og tímastjórnun svo eitthvað sé nefnt.
Ekki þarf að sækja um til að taka þátt, eingöngu þarf að skrá sig inn á námsvefinn og búa til aðgang á síðunni http://www.ruralwomenacademy.eu/ Mikilvægur hluti af verkefninu er að þátttakendur leggi mat á námsefnið til að hægt sé að bæta það og því biðjum við ykkur um að meta einnig þá námsþætti sem þið takið þátt í.
Hæfnihringir - Um er að ræða vinnustofu aðferð þar sem nýtt eru raunveruleg dæmi, viðfangsefni og tækifæri sem grundvöll námsins. Betur sjá augu en auga og þegar þín málefni eru skoðuð, gefst þér tækifæri til að sjá óvænta hluti. Aðrir þátttakendur geta aðstoðað þig við að skoða mögulega útkomu eða afleiðingar, stutt þig til að fá fleiri skapandi hugmyndir og vísað þér á nýjar leiðir til lausnar vandamálum.
Í hverri vinnustofu stýrir leiðbeinandi verkefnavinnu og umræðum. Sérhver þátttakandi fær tíma til að fjalla um málefni sem varða stöðu hans og hugmyndir sem varða þróun fyrirtækisins. Leiðbeinandinn aðstoðar við gerð áætlana við að ná settum markmiðum og koma nýjum hugmyndum í framkvæmd. Aðrir þátttakendur aðstoða þig við halda stefnunni og efla sjálfstraust þitt til þess að stíga út fyrir þægindasviðið. Þátttakendur miðla síðan upplýsingum um árangur, það sem vel gekk eða illa til að hópurinn í sameiningu geti dregið lærdóm af ferlinu. Nú bjóðum við frumkvöðlakonum á landsbyggðinni upp á þátttöku í hæfnihringjum á netinu en notast verður við Skype samskiptakerfið sem er gjaldfrjálst og auðvelt í notkun. Boðið er upp á 5 pláss í tveimur hringjum og er sá fyrri þegar hafinn. Skráning er hafinn á þann seinni sem hefst þann 25. október. Alls er um fjóra fundi að ræða. Nauðsynlegt er að sækja um þátttöku þar sem takmarkaður fjöldi kemst að. Hér má finna umsóknareyðublaðið: https://goo.gl/forms/HzsrvyysEoPUl7LI3
Tengslanet - Einn þáttur verkefnisins er tengslanet kvenna á þeim þremur stöðum sem einblínt er á í verkefninu en það eru Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland. Íbúaþróun hefur verið neikvæð á þessum svæðum og ennfremur sýna rannsóknir að konum fækkar meira á þessum svæðum en körlum. Tengslanetið byggir á hugmyndafræði frá Bretlandi, en þar hafa tengslanet kvenna í dreifbýli verið starfrækt í nokkurn tíma í gegnum WIRE verkefnið. Hugmyndafræðin byggir á virkri þátttöku þar sem upplýsingum og þekkingu er deilt á milli þeirra sem að taka þátt. Netunum stýra tengslanetsleiðtogar á hverju svæði sem hafa sótt fræðslu í aðferðarfræðinni. Nú þegar hafa um 100 konur mætt á 12 fundi tengslanetanna en ekki er of seint að taka þátt!
Skoðaðu Facebook síður tengslanetanna hér að neðan og skráðu þig til leiks á þínu svæði.
Tengslanetsleiðtogar:
- Vestfirðir: Sigurborg Þorkelsdóttir - Facebook síða: https://www.facebook.com/groups/1435367403171496/
- Norðurland vestra: Lilja Gunnlaugsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir - Facebook síða: https://www.facebook.com/groups/535681759960177/
- Austurland: Anna Katrín Svavarsdóttir - Facebook síða: https://www.facebook.com/groups/387500291640653/
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins www.ruralwomeninbusiness.eu
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember