Fara í efni  

Fréttir

Erum við að leita að þér? Laust starf sérfræðings á sviði loftslagsmála hjá Byggðastofnun

Vilt þú taka þér leiðandi hlutverk í að móta aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga?

Byggðastofnun leitar nú að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á loftslagsmálum til starfa við tveggja ára samstarfsverkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Byggðastofnunar, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til tveggja ára.

Verkefnið snýr að því að hámarka aðlögunargetu íslenskra sveitarfélaga gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga og lágmarka um leið efnahagslegt tjón og neikvæð áhrif á íslenskar byggðir, innviði, samfélög og byggðaþróun. Sérfræðingurinn mun gegna lykilhlutverki í gagnaöflun, skipulagi og framkvæmd verkefnisins sem og mótun aðferðafræði og meginafurða verkefnisins, í nánu samstarfi við verkefnastjóra og aðra sérfræðinga. Afurðir verkefnisins verða m.a. aðlögunaraðgerðir á sveitarstjórnarstigi og leiðarvísir íslenskra sveitarfélaga til mótunar aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Fimm íslensk sveitarfélög munu taka þátt í verkefninu og kemur það í hlut sérfræðingsins að halda utan um samskipti við fulltrúa þeirra, sem og fulltrúa þeirra fagstofnanna og annarra aðila sem kalla þarf að borðinu, í nánu samstarfi við verkefnastjóra.

Helstu verkefni

  • Þátttaka í mótun aðlögunaraðgerða íslenskra sveitarfélaga og þátttaka í þróun og uppsetningu leiðarvísis um mótun aðlögunaráætlana og aðgerða á sveitarstjórnarstigi.
  • Samskipti og upplýsingagjöf til sveitarfélaga, viðeigandi fagstofnana og hagaðila.
  • Skipulagning og framkvæmd funda og viðburða innan verkefnisins.
  • Verkefnastjórn stöku verkþátta.
  • Gagnasöfnun, gagnagreining og úrvinnsla.
  • Kynningarstarf, þ.e. miðlun upplýsinga, fréttaritun og aðrar kynningar á verkefninu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Góð þekking og/eða reynsla í umhverfis- og loftslagsmálum.
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni.
  • Gagnalæsi og færni í framsetningu upplýsinga.
  • Reynsla og/eða menntun í verkefnastjórnun er kostur.
  • Góð þekking/reynsla innan opinberrar stjórnsýslu er kostur.
  • Góð greiningar- og tölfræðikunnátta er kostur.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Aðalskrifstofa Byggðastofnunar er í nýju húsnæði á Sauðárkróki en í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er möguleiki á að ráða í starfið óstaðbundið. Umsækjendur þurfa að tilgreina ósk um starfsstöð í umsókn. Viðkomandi mun einnig hafa aðgang að tímabundinni vinnuaðstöðu hjá Veðurstofu Íslands og/eða Skipulagsstofnun eftir samkomulagi.  Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2023. Umsóknum skal skilað á umsóknarform sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar www.byggðastofnun.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Frekari upplýsingar um starfið veita Ragnhildur Friðriksdóttir, sérfræðingur og verkefnisstjóri á þróunarsviði ragnhildur@byggdastofnun.is,  eða Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs sigridur@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389