Fara efni  

Frttir

ESPON 2011

Það styttist í starfstímabili ESPON 2013. Mörgum rannsóknaverkefnum mun ljúka árin 2012 og 13 og fá ný byrja fyrir 1. janúar 2014 þegar nýtt starfstímabil hefst. Á síðustu misserum hafa komið fram yfirlýsingar um mikilvægi ESPON-starfsins, rannsóknanna, netverksins og gagnagrunnsins og útlit er fyrir að framhald verði á starfi þessarar ESB-áætlunar um byggðarannsóknir.


Umræðan snýst um starfsfyrirkomulagið. Ísland varð aðili að ESPON í upphafi starfstímabilsins 2007-2013 þar sem öll lönd ESB taka þátt ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein. Á næstu misserum þarf að ræða áframhald aðildar landsins að ESPON, starfstímabilið 2014-2020, ef viðræður um aðild að ESB verða ekki til lykta leiddar.

Þátttaka íslenskra stofnana í starfi ESPON fer hægt vaxandi með aðild stofnana að netverki evrópskra rannsóknastofnana, háskóla og stjórnsýslu á sviði byggða- og svæðaþróunar. Aðstæður á Íslandi eru líka í vaxandi mæli viðfangsefni í samanburðarrannsóknum á vegum ESPON og samfara því birtist Ísland á sífellt fleiri ESPON-kortum. Árið 2011 einkenndist nokkuð af umræðum um framtíð ESPON eins og kemur fram í stuttu yfirliti sem fylgir hér.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389