Fara í efni  

Fréttir

Eyrarrósin 2013 - Opnađ fyrir umsóknir og samstarfssamningur endurnýjađur

Eyrarrósin 2013 - Opnađ fyrir umsóknir og samstarfssamningur endurnýjađur
Undirritun samnings um Eyrarrósina

Verðlaunaféð hækkað og skrifað undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára.  Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013.

Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum  frá upphafi árið 2005. Á föstudaginn undirrituðu Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar, Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík undir áframhaldandi samstarfssamning um veitingu verðlaunanna til næstu fjögurra ára.

Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista.  Umsækjendur  um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina.

Verðlaunaféð hefur verið hækkað og hlýtur handhafi Eyrarrósarinnar 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 300.000 krónur auk flugferða. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin.

Umsóknum skal fylgja:

 • Lýsing á verkefninu
  Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess, sögu og markmiðum.

 • Tíma- og verkáætlun
  Gera skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2013. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum.

 • Upplýsingar um aðstandendur
  Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því.

 • Fjárhagsáætlun
  Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör ársins 2011 fylgi umsókn.

Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina. Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2013. Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.650.000 kr. Hin tvö hljóta 300.000 kr. og auk þess fá öll þrjú tilnefndu verkefnin flugmiða með Flugfélagi Íslands.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. janúar 2013 og verður öllum umsóknum svarað. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is

Hægt er að fá nánari upplýsingar á skrifstofu Listahátíðar í Reykjavík í síma 561-2444.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389