Fara í efni  

Fréttir

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í átjánda sinn miðvikudaginn 3. maí, við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.

Menningarstarf í Alþýðuhúsið á Siglufirði hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni. Aðalheiður Eysteinsdóttir tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð kr 2.500.000. Eyrarrósarhafa verður jafnframt boðið að standa að viðburði á Listahátíð 2024 og að auki verður framleitt stutt og vandað heimildamyndband um verkefnið. 

Alls bárust 33 umsóknir um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2023 hvaðanæva að af landinu. 

Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar eru nú veitt í annað sinn og eru veitt þremur verkefnum sem hafa verið starfrækt í þrjú ár eða skemur. Viðurkenningin er veitt metnaðarfullum verkefnum sem þykja hafa listrænan slagkraft, jákvæð áhrif á nærsamfélagið og hafa alla burði til að festa sig í sessi.

Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2023 hlutu Alþjóðleg píanóhátíð á Vestfjörðum, Vesturbyggð, Hnoðri í norðri, Akureyri og Raddir úr Rangárþingi, Hellu. Hljóta þau hvert um sig verðlaunafé að upphæð kr 750.000 auk gjafakorts frá Icelandair að upphæð kr. 100.000.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Icelandair og Listahátíðar í Reykjavík.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem Hjalti Árnason tók við afhendinguna.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389