Fara í efni  

Fréttir

Fiskvinnsla Íslensks sjávarfangs tekur til starfa á Ţingeyri

Fiskvinnsla Íslensks sjávarfangs tekur til starfa á Ţingeyri
Fiskvinnsla á Ţingeyri

 

Undirritađ hefur veriđ samkomulag milli Byggđastofnunar, Íslensks sjávarfangs ehf. SE ehf, Bergs ehf. og heimaútgerđa á Ţingeyri um nýtingu á 400 ţorskígildistonnum af Aflamarki Byggđastofnunar auk mótframlags samningsađila. Samningurinn er til ţriggja ára međ möguleika á framlengingu til eins árs.

Íslenskt sjávarfang skuldbindur sig til ađ vinna úr a.m.k. 2.000 ţorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á Ţingeyri og veita a.m.k. 30 manns heilsársvinnu. Fyrirtćkiđ festi nú í vetur kaup á eignum Vísis hf. á Ţingeyri og hefur ţegar hafiđ vinnslu á stađnum.

Vonir standa til ađ međ ţessu samkomulagi sé lagđur grunnur ađ aukinni byggđafestu á Ţingeyri og ađ stöđugleiki komist á eftir brotthvarf Vísis hf. af stađnum.

Samkomulag um Aflamark Byggđastofnunar er nú í gildi á eftirtöldum stöđum níu stöđum: Bakkafirđi, Breiđdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Hrísey,  Raufarhöfn, Suđureyri, Tálknafirđi og Ţingeyri.

 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389