Fara í efni  

Fréttir

Fjölbreytt frumkvæðisverkefni í Dalabyggð

Fjölbreytt frumkvæðisverkefni í Dalabyggð
Frumkvöðlar kynna verkefni á íbúafundi

Frumkvöðlar í Dalabyggð hófu árlegan íbúafund í verkefninu DalaAuði með borðkynningum þar sem fjölbreytt frumkvæðisverkefni voru kynnt sem m.a. hafa hlotið styrki úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Fræðast mátti m.a. um Dalahvítlaukinn, Urði ullarvinnslu, Möggukot sem er vinnu- og búsetuúrræði, Hvammsskelina, framkvæmdir í Brekkuskógi og um ræktun á hrym, uppbyggingu Dagverðarneskirkju, hátæknirækt, verkefni um jólasveinana og fl. Sannarlega spennandi verkefni sem hafa fengið byr undir báða vængi og ekki annað að sjá að þau hafi alla burði til halda áfram að stækka og eflast.

Íbúar Dalabyggðar fjölmenntu á fundinn og tóku virkan þátt sem fyrr. Eftir kynningar frumkvöðla fór Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs, yfir hvað áunnist hefur í verkefninu. Í máli hennar kom fram að verkefnið væri á góðri siglingu og mörgum starfsmarkmiðum sem sett voru í upphafi hafi nú þegar verið náð og fjölmörg vel á veg komin. Góð þátttaka íbúa í verkefninu væri lykillinn að góðri framvindu og árangri í verkefninu. Því næst steig Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar á stokk og sagði frá átaki í uppbyggingu húsnæðis í Dalabyggð og kynnti m.a. deiliskipulag í Hvömmunum. Í máli Bjarka kom fram að stutt væri eftir af verkefninu DalaAuði, 14 mánuðir. Hann hvatti íbúa til að halda áfram að taka virkan þátt í verkefninu og færði þær fréttir frá sveitarstjórnarfundi sem átti sér stað fyrr um daginn að mikil ánægja ríkti með verkefnið DalaAuð og að sveitarstjórnin hyggðist óska eftir áframhaldandi samstarfi við Byggðastofnun um verkefnið.

Linda Guðmundsdóttir leiddi íbúa því næst í samtal í vinnustofum um verkefnisáætlun DalaAuðs. Að þeim loknum kynntu íbúar niðurstöður og verkefnisstjórn var í kjölfarið falið að vinna með þær ábendingar sem fram komu og uppfæra verkefnisáætlun eftir atvikum. Því næst sögðu tveir styrkþegar frá verkefnum sínum, annars vegar Ingibjörg Þóranna Steinudóttur sem rekur ullarvinnsluna Urður ull og hins vegar Jakob K. Kristjánsson sem er í forsvari fyrir verkefni í Brekkuskógi og einnig skógræktarverkefni sem snýr að því að rækta hrym.

Í lok fundar ávarpaði Helga Harðardóttir, fulltrúi Byggðastofnunar, fundargesti fyrir hönd Byggðastofnunar og þakkaði íbúum, verkefnisstjóra og verkefnisstjórn fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Í máli hennar kom fram að drifkraftur, jákvæðni og lausnamiðun einkenndi verkefnið DalaAuð og óskaði hún eftir að íbúar tækju höndum saman og nýttu verkefnið til fulls á lokaári þess, en að óbreyttu er gert ráð fyrir að Byggðastofnun dragi sig í hlé úr verkefninu í árslok 2025.

Fyrr um daginn gafst verkefnisstjórn tækifæri til að heimsækja nokkra styrkþega heim. Heimsóknin hófst á Eiríksstöðum þar sem Bjarnheiður Jóhannsdóttir sagði frá fyrirhuguðum verkefnum og sýndi gestum aðstöðu og húsakynni Eiríksstaða. Því næst var Guðrún Björg Bragadóttir sem rekur Dalahyttur heimsótt en hún sagði frá uppbyggingaráformum þar og bar fram dýrindis hádegisverð fyrir hópinn. Að síðustu var haldið í Rjómabúið á Erpsstöðum þar sem Þorgrímur Einar Guðbjartsson tók á móti hópnum. Hann sagði m.a. frá Fagradalsostum, í fjarveru Höllu Sigríðar Hrefnu Steinólfsdóttur, en hún hefur hafið framleiðslu á geitaostum í samstarfi við Erpsstaði.

 

Hér má sjá myndir sem teknar voru í Dölunum af þessu tilefni. Myndasmiður var Kristján Þ. Halldórsson.

Frá íbúafundi í DalaAuði

 

 

Verkefnisstjóri DalaAuðs, Linda Guðmundsdóttir, fer yfir stöðu verkefnisins

 

 

Vinnustofur á íbúafundi DalaAuðs

 

 

Verkefnið Jólasveinarnir úr Dölunum, Guðrún Björg og Þorgrímur

 

 

Bjarnheiður Jóhannsdóttir segir frá starfsemi á Eiríksstöðum

 

 

Guðrún Björg Bragadóttir segir frá uppbyggingu í Dalahyttum

 

 

Smakkað á Fagradalsostum undir leiðsögn Þorgríms á Erpsstöðum

 

 

Í heimsókn á Eiríksstöðum

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389