Fara í efni  

Fréttir

Fjöldi ríkisstarfsmanna

Fjöldi ríkisstarfsmanna eftir landshlutum 2011

Upplýsingar um fjölda ríkisstarfsmanna eftir landshlutum eru af skornum skammti. Upplýsingar Fjármálaráðuneytisins um fjölda starfsmanna ríkisins eru ekki greindar eftir staðsetningu starfsstöðva eða lögheimili starfsmanna. Hvorki ríkisstofnanir né opinber hlutafélög í eigu ríkisins birta slíkar upplýsingar með samræmdum hætti og erfitt er að kalla eftir slíkum upplýsingum frá þeim.

Árið 2013 birtu Byggðastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrsluna „Breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahagshrunsins“ sem unnin var fyrir fjárlaganefnd. Tafla 1 sýnir fjölda staðsetjanlegra ársverka ríkisins eftir landshlutum árið 2011 í  samanburði við íbúafjölda 16–74 ára í hverjum landshluta, sem  og breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna 2007–2011

Tafla 1. Fjöldi staðsetjanlegra ársverka ríkisins eftir landshlutum árið 2011 í  samanburði við íbúafjölda 16–74 ára í hverjum landshluta  og breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna 2007–2011

 

Fjöldi 2011

Jöfn dreifing m.v. íbúa 16-74 ára

Munur

Hlutfall

 

Breyting 2007-11

 

 

 

 

 

 

 

Höfuðborgarsvæðið

12.008

10.728

1.280

11%

 

0,8%

Suðurnes

857

1.103

-246

-29%

 

7,1%

Vesturland

626

797

-171

-27%

 

-3,5%

Vestfirðir

307

370

-63

-21%

 

-2,0%

Norðurland vestra

427

385

42

10%

 

-5,7%

Norðurland eystra

1.203

1.492

-289

-24%

 

-4,4%

Austurland

478

647

-169

-35%

 

-5,0%

Suðurland

859

1.243

-384

-45%

 

10,3%

Samtals

16.765

16.765

0

0

 

1,2%

 

 

 

 

 

 

 

 

Rétt er að hafa í huga að fullkomnlega jöfn dreifing starfsmanna ríkisins er ekki nauðsynlegt markmið í byggðamálum. Annars vegar er ákveðin samþjöppun starfa í stjórnsýslu nauðsynleg og skynsamlegt er að bjóða upp á ýmsa sérhæfða þjónustu á einum stað þar sem mannfjöldinn er mestur. Hins vegar er ljóst að  sambærileg þjónusta krefst hlutfallslega fleiri starfsmanna í dreifbýlli landshlutum.

Tafla 1 sýnir að ársstörf ríksins á höfuðborgarsvæðinu árið 2011 voru 1.280 fleiri en fjöldi íbúa 16–74 ára hefði sagt til um. Í þeim landshlutum sem liggja að höfuðborgarsvæðinu (Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi) eru ríkistarfsmenn samtals 801 færri en mannfjöldi segir til um, en þess ber að gæta að atvinnu- og þjónustusókn er talsverð milli höfuðborgarsvæðisins og nálægs þéttbýlis þessara landshluta.  Því er ekki fyllilega ljóst hvernig búsetu þessara ríkisstarfsmanna er nákvæmlega háttað, né heldur að hvaða marki íbúar þessara landshluta sækja opinbera þjónustu til Reykjavíkur. Byggðastofnun vinnur nú að rannsókn á atvinnu- og þjónustusókn íbúa einstakra landshluta og er fyrstu niðurstaðna að vænta á árinu 2015.

Á öðrum landssvæðum má fullyrða að fátítt sé að íbúar sæki vinnu daglega til Reykjavíkur. Árið 2011 voru ríkisstarfsmenn á þessum fjórum landssvæðum 479 færri en mannfjöldi segði til um. Á Norðurlandi eystra sem er fjölmennasti landshlutinn utan höfuðborgarsvæðisins voru ársstörf ríkisins 289 færri en mannfjöldi segði til um. Á Vestfjörðum munaði hér 63 ríkisstörfum en á Austurlandi 169 störfum. Athygli vekur að ársstörf ríkisins á Norðurlandi vestra eru 42 fleiri en mannfjöldi segði til um.

Það er ljóst að nokkru jafnari dreifing ríkisstarfa um landið hefði tiltölulega lítil áhrif á höfuðborgarsvæðinu en gæti haft mikil áhrif í sumum öðrum landshlutum. Ef svo langt væri gengið að jafna dreifinguna til fulls myndi ríkisstörfum fækka um 10–11% á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi vestra en slíkum störfum myndi fjölga um 21–45% í öðrum landshlutum.

 Áreiðanleiki greiningarinnar

Þessar niðurstöður Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggja á greiningu fremur ónákvæmra opinberra gagna, en Byggðastofnun telur þær endurspegla stöðu mála í grófum dráttum. Bætt upplýsingagjöf á þessu sviði krefst þess að stjórnvöld birti árlega fjölda ársstarfa ríkisstofnana og opinberra hlutafélaga eftir starfsstöð annars vegar og póstnúmerum launþega hins vegar.

Niðurstöður Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar um fjölda ríkisstarfa eftir landshlutum hafa nýverið verið dregnar í efa í umræðum um flutning Fiskistofu til Akureyrar. Þannig kynnti bæjarstjórinn í Hafnarfirði samantekt um breytingar á fjölda stöðugilda hjá ríkisstofnunum og opinberum hlutafélögum á höfuðborgarsvæðinu 2007–2013 sem hann taldi ganga þvert gegn þessum niðurstöðum.

Ákveðinn munur er milli greiningar Byggðastofnunar og samantektar Hafnarfjarðarbæjar hvað varðar skilgreiningar ríkisstarfa og það tímabil sem til skoðunar er. Þar má til dæmis nefna að Byggðastofnun byggir á fjölda starfsmanna á tilteknum tímapunkti en Hafnarfjarðarbær á meðalfjölda yfir árið. Þá nær greining Byggðastofnunar til ársins 2011 en greining Hafnarfjarðarbæjar til ársins 2013. Loks má nefna að greining Byggðastofnunar byggir á fjölda starfsmanna ríkisins um land allt en greining Hafnarfjarðarbæjar á fjölda starfsmanna ríkisins og opinberra hlutafélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Alvarlegar villur eru hins vegar í samantekt Hafnarfjarðarbæjar hvað varðar fjölda starfsmanna ríkisins á höfuðborgarsvæðinu. Þannig eru starfsmenn iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis tilgreindir í tölum Hafnarfjarðarbæjar frá 2007.  Þessi ráðuneyti voru síðar sameinuð í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti  en starfsmanna þeirra er ekki getið í tölum fyrir árið 2013. Þá eru starfsmenn Skipulagsstofnunar taldir árið 2007 en ekki árið 2013. Fleira orkar tvímælis í gögnum Hafnarfjarðarbæjar og má þar nefna að greiningin nær aðeins til valinna opinberra hlutafélaga en starfsmönnum Landsvirkjunar, Rarik, Landsnets og Íslandspósts er til dæmis af einhverjum ástæðum sleppt.

Eftir ítarlega greiningu fyrirliggjandi gagna stendur Byggðastofnun við þær niðurstöður fyrir árið 2011 sem birtust í skýrslunni „Breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahagshrunsins“ árið 2013.

Byggðastofnun mun í ársbyrjun 2015 birta tölur um fjölda ríkisstarfsmanna og starfsmanna opinberra hlutafélaga eftir landssvæðum árið 2013.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389