Fara í efni  

Fréttir

Fjölmörg tækifæri á Borgarfirði eystri

Fjölmörg tækifæri á Borgarfirði eystri
Fjölsótt var á íbúaþingi á Borgarfirði eystri

Borgarfjörður eystri hefur fjölmarga möguleika til að þar megi efla byggð til framtíðar, byggða á fjölbreyttri atvinnustarfsemi í hefðbundnum atvinnugreinum og nýsköpun út frá styrkleikum byggðarlagsins, meðal annars náttúru, sögu og mannauði.

Þetta kom fram á íbúaþingi sem haldið var helgina 10. – 11. febrúar í Fjarðarborg. Mæting var mjög góð og létu heimamn og brottfluttir veðurfarið ekki aftra sér. Íbúaþingið markar upphaf að verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum, á Borgarfirði eystra í samstarfi við Borgarfjarðarhrepp, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurbrú og íbúa Borgarfjarðar.  Íbúar gáfu verkefninu heitið „Betri Borgarfjörður“.

Á þinginu voru ræddir málaflokkar, málefni og einstök verkefni sem þátttakendur völdu og í lok þingsins forgangsröðuðu íbúar umræðuefnum. Það sem hæst skoraði í forgangsröðun er verslun og þjónusta, en ekki hefur verið starfrækt verslun á Borgarfirði undanfarna mánuði. Af öðrum málefnum sem fengu mjög mörg stig má nefna húsnæðismál, samgöngumál og fjarskipti og atvinnumál. Þá komu fram fjölmargar hugmyndir að verkefnum sem áhugavert verður að vinna að í verkefninu Betri Borgarfjörður.

Borgfirðingar eiga sér þann draum að rennt verði styrkari stoðum undir heilsársatvinnu og vilja gera enn meira úr því sem þegar er til staðar, s.s. með aukinni matvælavinnslu bæði í fiski og kjöti og fleiri afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn. Þátttakendur voru meðvitaðir um að það eru íbúarnir sjálfir sem skapa samfélagið og ræddu m.a. um hvernig efla mætti félagsstarf. Þá var rætt um brottflutta sem auðlind, en 60% húsnæðis á Borgarfirði eystri er í eigu fólks sem ekki hefur fasta búsetu í sveitarfélaginu.

Þinginu var stýrt af Sigurborgu Kr. Hannesdóttur hjá ILDI og mun hún nú vinna að samantekt úr skilaboðum þingsins. Verkefnisstjórn mun á grundvelli stöðugreiningar og skilaboða frá íbúaþingi móta verkefnisáætlun með framtíðarsýn og markmiðum fyrir byggðaþróunarverkefni sem staðið getur í allt að fjögur ár.  

Það var eftirminnileg stund í lok þings, þegar þátttakendur sungu saman ljóð Borgfirðingsins Sigurðar Ó. Pálssonar, „Nú kemur vorið“, við lag Færeyingsins Birnis Dan. Þá varð hún næstum áþreifanleg, tryggð íbúa og brottfluttra gagnvart heimabyggðinni Borgarfirði eystri.

Íbúaþingið var fjölsótt

Íbúar forgangsraða málefnum

Jákvæðni og baráttuhugur einkenndi íbúa


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389