Fara í efni  

Fréttir

Fjórða og fimmta kall Norðurslóðaáætlunarinnar

Fjórða og fimmta kall Norðurslóðaáætlunarinnar
NPA svæðið 2021-2027

Stjórn Norðurslóðaáætlunarinnar hefur samþykkt fyrirkomulag næstu tveggja kalla. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfsverkefnum milli landanna sjö sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum áskorunum á sviði atvinnu-og byggðaþróunar.

Fjórða kall eftir aðalverkefnum verður opið frá 11. október – 2. febrúar og fimmta kall er áætlað frá 11. júní – 30. september 2024.

Fjórða kalli verður hleypt af stokkunum með netviðburði þann 11. október,  hér er hægt að skrá sig. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til þess að skrá sig, hvort sem þeir ætla að sækja um núna eða mögulega síðar. Gert er ráð fyrir að umsóknir verði afgreiddar á fundi stjórnarinnar í lok maí 2024.

Áætlað er að afgreiða umsóknir um fimmta kallið í desember 2024. Væntanlega verður það kall það síðasta að sinni þar sem gera má ráð fyrir að megin hluta fjármuna áætlunarinnar hafi þá verið ráðstafað.

Með því að hafa köllin opin lengur er verið að gefa aðilum lengri tíma til að þróa verkefnahugmyndir sínar og mynda sterk teymi um þær. Þá gefur lengri tími einnig betra tækifæri til að skipuleggja stuðningsaðgerðir fyrir umsækjendur af hálfu áætlunarinnar.

Samkvæmt fyrri áætlun átti að opna undirbúningskall í janúar 2024 en í ljósi þess að fjórða kallið verður ennþá opið á þeim tíma hefur verið ákveðið að fresta opnun þess og endurskoða í ljósi niðurstöðu úr fjórða kallinu.

Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu áætlunarinnar en landstengiliður Norðurslóðaáætlunarinnar er Reinhard Reynisson, reinhard@byggdastofnun.is

 

Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery and Arctic Programme) er samstarfsvettvangur Evrópusambandsríkjanna Írlands,  Svíþjóðar og Finnlands og einnig Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfsverkefnum milli landanna sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum áskorunum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar og er núgildandi áætlunartímabil 2021-2027.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389