Fréttir
Formleg opnun Baskaseturs í Djúpavík
Þann 20. sept. sl. var Baskasetrið í Djúpavík opnað formlega við hátíðlega athöfn. Baskasetrið er samstarfsverkefni Baskavinafélagsins þar sem Ólafur J. Engilbertsson er í forsvari, Háskólaseturs Vestfjarða, Albaola á Spáni, Haizebegi í Frakklandi og Hótels Djúpavíkur. Frá árinu 2022 hefur verkefnið tekið þátt í evrópsku samstarfi styrktu af sjóðnum Creative Europe á vegum Evrópusambandsins en segja má að formleg opnun Baskasetursins séu afurð þess samstarfsverkefnis. Héðinn Birnir Ásbjörnsson hefur frá upphafi leitt starfið af hálfu heimamanna í Djúpavík.
Baskasetrið hefur hlotið styrki frá Brothættum byggðum á vegum Byggðastofnunar, í gegnum Frumkvæðissjóð Áfram Árneshrepps. Segja má að verkefnið hafi í upphafi fengið þann stuðning úr verkefninu Áfram Árneshreppur sem til þurfti til að koma þessu metnaðarfulla verkefni af stað. Einnig hefur Baskasetrið notið stuðnings Fjórðungssambands Vestfirðinga og Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða og styrks úr aðgerð C.1 í Byggðaáætlun. Auk þess hefur verkefnið hlotið áðurnefndan Evrópusambandsstyrk úr áætluninni Creative Europe, sem hefur gert verkefnisaðilum kleift að eiga metnaðarfullt samstarf við aðila í Baskahéruðum á meginlandinu, það er á Spáni og í Frakklandi. Um samstarfsaðilana segir á heimasíðu Baskaseturs (baskasetur.is): “Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru fjórar þekktar menningarstofnanir í baskneskum menningar- og rannsóknatengdum geirum á Íslandi, Spáni og Frakklandi. Allir samstarfsaðilar eru fyrsta flokks á sínu sérfræðisviði og starfsmenn samstarfsstofnana sem taka þátt hafa allir margra ára reynslu í hönnun og innleiðingu nýsköpunar á menningarsviðinu, þjálfun, menntun og stjórnun innlendra og alþjóðlegra samstarfsverkefna og menningarrannsókna”.
Baskasetrinu er ætlað að efla menningarstarf á Ströndum. Því er ætlað að efla samstarf milli svæða og almennt menningarstarf á Ströndum. Því er enn fremur ætlað að vera miðstöð skapandi sjálfbærni í tengslum við breytta heimsmynd þar sem súrnun sjávar er yfirvofandi ógn og rusl í hafinu ógnar lífríkinu. Sjá nánar um hlutverk setursins á mynd af bæklingi sem fylgir greininni.
Starfsfólk Byggðastofnunar óskar aðstandendum til hamingju með metnaðarfullt verkefni og opnun Baskaseturs.
Sjá má umfjöllun um setrið og opnunina í fréttamiðlum, meðal annars eftirfarandi:
Myndahöfundar eru Kristján Þ. Halldórsson og Skúli Gautason.
Héðinn Birnir Ásbjörnsson kynnir skipulag á fyrirhugaðri sýningu í Baskasetrinu í Djúpavík sumarið 2024.
Mynd frá sýningarrými í lýsistanki í Djúpavík 2024 sem nú hefur fengið hlutverk sem sýningarsalur Baskaseturs.
Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp við opnun Baskaseturs. Myndina tók Skúli Gautason.
Bæklingur með skilgreiningu á hlutverki Baskaseturs. Myndina tók Skúli Gautason.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember