Fara efni  

Frttir

Framlag byggarlaga vel anna hundra milljnir krna

Efnt var til samkeppni um rafrænt samfélag í upphafi árs 2003. Byggðastofnun annaðist framkvæmd samkeppninnar, en byggðarlögum af landsbyggðinni gafst kostur á þátttöku. Þrettán byggðarlög tóku þátt í forvali samkeppninnar og á endanum valdi þriggja manna valnefnd, skipuð af iðnaðarráðherra, tvö þeirra til þátttöku í þróunarverkefni um rafrænt samfélag. Byggðarlögin sem um ræðir eru annars vegar Árborg, Hveragerði og Ölfus og hins vegar Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Þingeyjarsveit. Byggðastofnun hefur gengið til samninga við þessi byggðarlög um framkvæmd þróunarverkefnisins. Framlag ríkissjóðs til verkefnisins um rafrænt samfélag nemur samtals 120 m.kr. og dreifist á þrjú ár. Framlag byggðarlaganna er nokkru hærra, enda var skilyrði að framlag þeirra yrði a.m.k. jafnt framlagi ríkissjóðs.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389