Fara í efni  

Fréttir

Framlög til fjarvinnslustöđva: 30 milljónir í verkefnastyrki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra veitti nýveriđ verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöđva, á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024. Úthlutađ var 30 milljónum króna. Alls bárust 16 umsóknir um styrki ađ fjárhćđ rúmar 180 m.kr. en fjögur verkefni hljóta styrk ađ ţessu sinni.

Markmiđiđ međ framlögum vegna fjarvinnslustöđva er annars vegar ađ koma opinberum gögnum á stafrćnt form og hins vegar ađ fjölga atvinnutćkifćrum á landsbyggđinni.

Valnefnd fór yfir umsóknir og gerđi tillögur til ráđherra. Viđ mat á umsóknum var stuđst viđ ţćtti eins og íbúaţróun, samsetningu atvinnulífs og atvinnustig og ţróun á starfsmannafjölda viđkomandi stofnunar undanfarin ár. Byggđastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.

Verkefnin fjögur sem hljóta styrk eru:

  • Skönnun og skráning ţinglýstra skjala. Umsćkjandi Sýslumađurinn á Vestfjörđum. Verkefniđ verđur styrkt um 6 m.kr. á ári í ţrjú ár, árin 2018-2020, samtals 18 m.kr.
  • Ţjóđfrćđistofan á Ströndum. Söfnun upplýsinga og skráning menningararfs. Umsćkjandi Háskóli Íslands. Verkefniđ verđur styrkt um 6 m.kr. á ári í ţrjú ár árin 2018-2020, samtals 18 m.kr.
  • Fjarvinnsla á Djúpavogi. Skráning minningarmarka. Umsćkjandi Minjastofnun Íslands. Verkefniđ verđur styrkt um 9 m.kr. áriđ 2018 og 12 m.kr. áriđ 2019, samtals 21 m.kr.
  • Gagnagrunnur sáttanefndabóka. Umsćkjandi Háskóli Íslands. Verkefniđ verđur styrkt um 9 m.kr. áriđ 2018.

Í valnefndinni sátu ţau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiđstöđ Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmađur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfrćđingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytinu, sem var formađur. Međ valnefnd störfuđu Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfrćđingur í ráđuneytinu og Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir sérfrćđingur hjá Byggđastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samrćmi viđ reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389