Fara í efni  

Fréttir

Fréttir af Norðurslóðaáætluninni (NPP)

Ársskýrsla Norðurslóðaáætlunarinnar var samþykkt á stjórnarfundi í Umeå 17. júní s.l. Með skýrslunni fylgir stutt samantekt um framvindu og árangur Norðurslóðaáætlunarinnar sem er hægt að nálgast hér.

Norðurslóðaáætlun fjármagnaði 47 verkefni á tímabilinu 2007-2013, íslenskir aðilar voru þátttakendur í 23 verkefnum, eða í 49% verkefna.  Sem verður að teljast mjög góður árangur þegar tekið er tillit til þess fjármagns sem Ísland hafði til ráðstöfunar á tímabilinu sem var um 2 milljónir evra en  samstarfslöndin sem höfðu samtals um 50 milljónir evra til ráðstöfunar. 

Meirihluti verkefna nýttu aðeins um 87% af úthlutuðu fjármagni. Ástæðurnar eru margvíslegar og mismunandi eftir löndum og verkefnunum. 

Meginskýringin á því af hverju íslenskir þátttakendur nýttu ekki allan styrkinn má rekja til gengisfalls íslensku krónunnar haustið 2008.  Styrkir eru veittir í evrum en kostnaður íslenskra þátttakenda verður að stærstum hluta til á Íslandi sem leiddi til þess að verkefni í fyrstu þremur umsóknarköllunum nýttu um 50-60% af fjármagninu sem þau fengu vilyrði fyrir.

Norðurslóðaáætlunin (NPA) 2014-2020 hefst formlega á árlegri ráðstefnu áætlunarinnar sem verður haldin í Skotlandi þann 30. September n.k., þema ráðstefnunnar er Cool North.  Nánari upplýsingar um nýju áætlunina og ráðstefnuna er hægt að nálgast hér.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389