Fara í efni  

Fréttir

Frystiklefinn á Rifi hlaut Eyrarrósina 2015

Frystiklefinn á Rifi hlaut Eyrarrósina 2015
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar 2015

Eyrarrósin 2015 var afhent viđ hátíđlega athöfn um borđ í Húna viđ Ísafjarđarhöfn síđastliđinn laugardag. Í ár var ţađ Frystiklefinn á Rifi sem hlaut Eyrarrósina en Frystiklefinn á Rifi er menningarmiđstöđ, listamannaađsetur og farfuglaheimili ţar sem haldnir eru menningar- og sögutengdir viđburđir allt áriđ. Markmiđ Frystiklefans er ađ stuđla ađ auknu frambođi og fjölbreytni í menningarlífi á Vesturlandi, auka ţátttöku bćjarbúa og gesta í menningar- og listviđburđum og ađ varđveita, nýta og miđla sagnaarfi Snćfellinga. Eyrarrósinni fylgja hćstu peningaverđlaun sem veitt eru menningarverkefni hér á landi, 1,65 milljónir króna. Tvö önnur verkefni voru tilnefnd í ár; Listasafn Árnesinga í Hveragerđi og Sköpunarmiđstöđin Stöđvarfirđi. Hljóta ţau 300 ţúsund króna verđlaun auk flugmiđa frá Flugfélagi Íslands.

Ţađ var Dorrit Moussiaeff forsetafrú sem afhenti Kára Viđarssyni, eiganda og framkvćmdastjóra Frystiklefans verđlaunin en hún er verandi Eyrarrósarinnar. Gísli Halldórsson, bćjarstjóri á Ísafirđi, ávarpađi samkomuna sem og Hanna Styrmisdóttir, listrćnn stjórnandi Listahátíđar.

Áhöfnin á Húna, sem hlaut Eyrarrósina á síđasta ári, flutti svo nokkur lög viđ góđar undirtektir gesta. 

Eyrarrósin er veitt árlega framúrskarandi menningarverkefni á starfssvćđi Byggđastofnunnar. Markmiđ hennar er ađ beina sjónum ađ og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviđi menningar og lista.Ţetta er í ellefta sinn sem viđurkenningin er veitt, en ađ verđlaununum standa Byggđastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíđ í Reykjavík. 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389