Fara í efni  

Fréttir

Fulltrúar fimm INTERFACE ţátttökulanda funda á Sauđárkróki

Í dag fer fram lokafundur ađila Erasmus+ verkefnisins INTERFACE. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem ţýđa mćtti sem „Nýsköpun og frumkvćđi í brothćttum byggđarlögum í Evrópu“.

Fundurinn fer fram í höfuđstöđvum Byggđastofnunar á Sauđárkróki í dag, miđvikudaginn 19. júní. Verkefnisađilar Íslands eru Byggđastofnun og Háskólinn á Bifröst, frá Írlandi er Tipperary County Council, frá Búlgaríu er Tora Consult Ltd., frá Ítalíu er CESIE og frá Grikklandi er Aitoliki Development Agency.

INTERFACE verkefniđ miđar ađ ţví ađ valdefla íbúa brothćttra byggđarlaga međ ţađ ađ markmiđi ađ auka nýsköpunar- og frumkvöđlastarf í byggđarlögunum.  Ţátttaka íbúa í hvers kyns byggđaţróunarverkefnum er lykilatriđi. Bćđi hefur ţađ sýnt sig ađ slíkt starf eflir samfélagsvitund ţeirra sem taka ţátt, en einnig felast mikil verđmćti í ţekkingu íbúanna á sérstöđu, innviđum og tćkifćrum sinnar heimabyggđar. Verkefniđ byggir á ţarfagreiningu sem unnin var innan ţátttökubyggđarlaganna. Ţjálfun íbúa byggir einnig ađ hluta á ađferđum markţjálfunar. Íbúar öđlast fćrni til ađ vinna međ og virkja ađra íbúa samfélags til framţróunar ţess og skipulögđu ţau vinnustofur í sínum byggđarlögum ţar sem unniđ var ađ einhvers konar samfélagsţróun.

Á morgun, 20. júní verđur lokaráđstefna verkefnisins haldin í Ljósheimum viđ Sauđárkrók. Ráđstefnan hefst međ léttum málsverđi kl 12 og stendur til rúmlega 16:30. Viđ hvetjum alla sem hafa áhuga á framţróun í sínu byggđarlagi og sér í lagi endurmenntun íbúa, ađ mćta á fundinn, frćđast um málefni annarra landa og taka ţátt í umrćđum.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389