Fara í efni  

Fréttir

Fundur Byggđastofnunar og sveitar- og verkefnisstjórna í Breiđdals- og Skaftárhreppum

Fundur Byggđastofnunar og sveitar- og verkefnisstjórna í Breiđdals- og Skaftárhreppum
Af íbúaţingi á Breiđdalsvík

Nú í byrjun september voru haldnir fundir međ nýjum sveitarstjórnum og verkefnisstjórnum í Breiđdalshreppi og Skaftárhreppi í verkefninu Brothćttar byggđir. Ţar var verkefniđ kynnt fyrir nýju fólki í stjórnunum og rćtt um framhaldiđ. Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir og Kristján Ţ. Halldórsson sátu fundina af hálfu Byggđastofnunar, en Kristján var verkefnisstjóri á Raufarhöfn og mun nú starfa fyrir verkefniđ í heild sinni.

Nú stendur yfir vinna viđ ađ móta verklag Brothćttra byggđa til framtíđar. Međal annars ţarf ađ leggja línur um hvernig  verkefninu skuli haldiđ áfram á ţeim stöđum sem ţegar taka ţátt í ţví, Raufarhöfn, Breiđdalshreppi, Skaftárhreppi og Bíldudal.

Á fundi međ sveitarstjórn og verkefnisstjórn á Breiđdalsvík sem haldinn var á Breiđdalsvík ţann 3. september var fariđ yfir stöđu verkefnisins og framhald. Heimamenn gerđu grein fyrir ýmsum verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu og tengjast mörg hver „Brothćttum byggđum“ beint og óbeint, svo sem nýting frystihússins, verkefni eins og „rafrćn leiđsögn“ og ferđaţjónustufyrirtćkiđ Tinna Adventures, Einarsstofa í Heydölum, starfsemi Breiđdalsseturs og fleira. Ţađ er ljóst ađ ţrátt fyrir ţá erfiđleika sem sveitarfélagiđ stendur frammi fyrir er jafnframt mikil gróska og líf í samfélaginu. Fundarmenn voru sammála um ađ ţađ séu góđar forsendur til ađ halda áfram ţeirri vinnu sem hófst á síđasta ári og hefur fengiđ heitiđ „Breiđdćlingar móta framtíđina“. Verkefnisstjórn á Breiđdalsvík verđur nokkuđ breytt vegna mannabreytinga í stjórn sveitarfélagsins og hjá Austurbrú, en Helga Hrönn Melsteđ er fulltrúi íbúa.

Á fundi međ sveitarstjórn og verkefnisstjórn  Skaftárhreppi nefnist verkefniđ „Skaftárhreppur til framtíđar“. Á fundinum kom fram ađ ţótt nokkuđ hafi vantađ á virkni í ţeim málefnahópum sem til urđu á íbúaţinginu í október í fyrra, hafi á hinn bóginn ýmis áhersluefni íbúaţingsins veriđ tekin upp hjá nýrri sveitarstjórn, eins og t.d. fjarskipta- og raforkumál, menntamál og húsnćđismál. Fundarmenn voru sammála um ađ halda áfram ţeirri vinnu sem hófst á síđasta ári og hefur fengiđ heitiđ „Skaftárhreppur til framtíđar“ og óskuđu einnig eftir stuđningi verkefnisstjórnar varđandi ţekkingarsetur/gestastofu og fjarskipti.  Verkefnisstjórn í Skaftárhreppi er ekki mikiđ breytt, í henni sitja Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri, Ţorvarđur Hjaltason og Ţórarinn Sveinsson frá SASS og Auđbjörg B. Bjarnadóttir fulltrúi íbúa, ásamt fulltrúum Byggđastofnunar.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389