Fara í efni  

Fréttir

Fundur stjórnar Byggðastofnunar og verkefnisstjórnar Fjársjóðs fjalla og fjarða

Fundur stjórnar Byggðastofnunar og verkefnisstjórnar Fjársjóðs fjalla og fjarða
Kynnisferð í Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum.

Undanfarin misseri hefur stjórn Byggðastofnunar haft það fyrir reglu að halda stjórnarfund a.m.k. einu sinni á ári í byggðarlögum þar sem byggðaþróunarverkefnið Brotthættar byggðir hefur verið í gangi. Samhliða þá hefur fulltrúum í verkefnisstjórn í viðkomandi byggðaþróunarverkefni einnig verið boðið til samráðsfundar með stjórn Byggðastofnunar auk fulltrúa frá sveitarfélaginu. Slíkur fundur var haldinn í Reykhólahreppi 24. september sl.

Fundur í Hlunnó

Fundað var í “Hlunnó” sem hýsir Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum. Á fundinum fór Helga Harðardóttir frá Byggðastofnun yfir fyrstu skrefin í verkefninu Fjársjóður fjalla og fjarða, m.a. undirbúningsáfanga, framkvæmd íbúaþings, verkefnisáætlun og fyrstu umferð varðandi úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði verkefnisins. Því næst steig Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri á stokk og gaf greinargott yfirlit yfir starfsemi sveitarfélagsins, áskoranir og sóknarfæri. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, sagði að verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða hafi farið vel af stað og að hún bindi miklar vonir við að verkefnið muni efla samfélagið í Reykhólahreppi á verkefnistímanum.

Framkvæmdir og uppbygging

Hrafnkell Guðnason, verkefnisstjóri framkvæmda og uppbyggingar í Reykhólahreppi, fór því næst yfir þær framkvæmdir sem hafa verið í gangi og áform eru um á næstunni í byggðarlaginu. Í máli hans kom m.a. fram að nýverið hefur verið lokið við byggingu þriggja nýrra raðhúsalengja með samtals tólf íbúðum. Uppbygging er langt komin með nýjan áfangastað við Kúalaug (Kúatjörn) á Reykhólum, sem styrkt var af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og líkamsræktaraðstöðu hefur verið komið upp í kjallara í sundlaugarhúsinu við Grettislaug á Reykhólum. Fundargestum gafst tækifæri til líflegra umræðna um verkefnið og málefni Reykhólahrepps.

Vettvangsheimsóknir

Eftir hádegisverð, sem snæddur var í Búðinni, staldraði hópurinn við þær nýbyggingar sem kynntar höfðu verið og einnig við spennandi framkvæmdir við nýjan áfangastað, Kúalaug. Því næst var haldið í Þörungamiðstöð Íslands og Þörungaverksmiðjuna þar sem Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson framkvæmdastjóri tók á móti hópnum og kynnti starfsemina.

Litið við á Drangsnesi

Áður en haldið var í Reykhólahrepp var ferðinni heitið til Drangsness þar sem Fiskvinnslan Drangur og Útgerðarfélagið Skúli voru heimsótt. Þar tóku á móti hópnum Mikael Steingrímsson  framkvæmdastjóri og Finnur Ólafsson sveitarstjóri Kaldrananeshrepps en þeir kynntu starfsemi fyrirtækjanna og sögðu m.a. frá hversu mikilvæg starfsemin væri fyrir byggðarlagið. Þess má geta að Kaldrananeshreppur hefur hafið þátttöku undir merkjum Brothættra byggða og verður íbúaþing haldið þar 4. og 5. okt. nk. í Samkomuhúsinu Baldri en segja má að íbúaþingið marki upphaf þátttöku íbúa í verkefninu.

 

Hér má sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni. Myndasmiðir voru Helga Harðardóttir og Sigríður Elín Þórðardóttir hjá Byggðastofnun.

Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir frá starfsemi sveitarfélagsins.

Framkvæmdir við nýjan áfangastað, Kúalaug á Reykhólum, skoðaðar.

Heimsókn í Þörungamiðstöð Íslands.

 

Heimsókn í Fiskvinnsluna Drang.

Heimsókn í Fiskvinnsluna Drang.

Við höfnina á Drangsnesi.

Heimsókn í verslunina á Drangsnesi.


Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389